Það var nóg um að vera í undankeppni Afríkuþjóða fyrir HM í gær þar sem ýmsar stórstjörnur mættu til leiks.
Victor Osimhen skoraði eina mark Nígeríu eftir stoðsendingu frá Ola Aina í óvæntu jafntefli á heimavelli gegn Simbabve. Stjörnum prýtt lið Nígeríu átti slakan leik og er óvænt í fjórða sæti undanriðilsins - heilum sex stigum á eftir toppliði Suður-Afríku. Nígeríumenn eru aðeins komnir með 7 stig eftir 6 umferðir.
Ademola Lookman, Alex Iwobi, Samu Chukwueze, Wilfred Ndidi og Calvin Bassey voru meðal byrjunarliðsmanna Nígeríu í dag - með menn á borð við Victor Boniface, Joe Aribo og Umar Sadiq á bekknum. Nú þarf Nígería að sigra síðustu fjóra leiki sína í undankeppninni til að komast beina leið á HM án þess að fara í gegnum umspil.
Carlos Baleba lagði þá upp fyrir Bryan Mbeumo í góðum sigri Kamerún gegn Líbíu, þar sem Vincent Aboubakar skoraði tvennu til að tryggja 3-0 sigur. André Onana var á sínum stað á milli stanga Kamerún, sem er í öðru sæti síns riðils - einu stigi á eftir toppliði Grænhöfðaeyja.
Mohamed Salah og Omar Marmoush voru báðir í byrjunarliði Egyptalands sem sigraði gegn Síerra Leóne. Egyptar eru komnir með annan fótinn á HM, verandi með 16 stig eftir 6 umferðir.
Riyad Mahrez átti tvær stoðsendingar í stórsigri Alsír í toppslag gegn Mósambík. Rayan Aït-Nouri var einnig í byrjunarliði Alsíringa ásamt Ramy Bensebaini, Amine Gouiri og Mohamed Amoura, sem skoraði þrennu í stórsigrinum. Alsír er með þriggja stiga forystu á Mósambík í þægilegum riðli.
Pape Matar Sarr skoraði þá fyrra markið í 2-0 sigri Senegal gegn Tógó, þar sem Sadio Mané, Ismaila Sarr, Idrissa Gueye og Kalidou Koulibaly voru meðal byrjunarliðsmanna. Senegal er í harðri þriggja liða toppbaráttu í sínum riðli, ásamt Austur-Kongó og Súdan.
Nayef Aguerd og Brahim Díaz voru að lokum hetjurnar þegar Marokkó lagði Tansaníu að velli með tveimur mörkum gegn engu. Ógnarsterkt lið Marokkó er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og er á góoðri leið með að tryggja sér sæti á HM.
Nígería 1 - 1 Simbabve
1-0 Victor Osimhen ('74)
1-1 T. Chirewa ('90)
Kamerún 3 - 1 Líbía
1-0 Vincent Aboubakar ('27, víti)
2-0 Bryan Mbeumo ('53)
3-0 Vincent Aboubakar ('61)
3-1 Ezoo El Mariamy ('91)
Egyptaland 1 - 0 Síerra Leóne
1-0 Zizo ('45+2)
Alsír 5 - 1 Mósambík
1-0 Mohamed Amoura ('8)
2-0 A. Mandi ('24)
3-0 Mohamed Amoura ('30)
3-1 G. Catamo ('40)
4-1 J. Hadjam ('65)
5-1 Mohamed Amoura ('80)
Senegal 2 - 0 Tógó
1-0 Pape Matar Sarr ('35)
2-0 K. Boma ('67, sjálfsmark)
Marokkó 2 - 0 Tansanía
1-0 Nayef Aguerd ('51)
2-0 Brahim Diaz ('58, víti)
Angóla 1 - 2 Grænhöfðaeyjar
Benín 0 - 2 Suður-Afríka
Rúanda 1 - 1 Lesótó
Úganda 1 - 0 Gínea
Botsvana 2 - 0 Sómalía
Búrúndí 5 - 0 Seychelles
Súdan 1 - 1 Suður-Súdan
Kómoreyjar 1 - 0 Tsjad
Máritanía 0 - 2 Austur-Kongó
Athugasemdir