Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. apríl 2021 16:30
Magnús Már Einarsson
Breytingar framundan hjá Arsenal í sumar
David Luiz er á öfrum.
David Luiz er á öfrum.
Mynd: Getty Images
Talsverðar breytingar eru framundan á leikmannahópi Arsenal í sumar samkvæmt frétt The Athletic í dag.

Arsenal er að reyna að gera nýjan samning við miðjumanninn efnilega Emile Smith Rowe en félagið ætlar einnig að reyna að semja við annan sóknarmiðjumann.

Það yrði mögulega Martin Ödegaard sem er á láni frá Real Madrid eða annar sóknarmiðjumaður.

Arsenal þarf hins vegar að selja leikmenn og losa af launaskrá til að fá pening í kassann.

David Luiz fer frítt í sumar og óvissa er í kringum framtíð Hector Bellerin, Reiss Nelson, Lucas Torreira og Matteo Guendouzi að sögn The Athletic. Sama á við um lánsmennina Dani Ceballos og Mat Ryan.
Athugasemdir
banner
banner
banner