Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. apríl 2021 10:30
Magnús Már Einarsson
Flautaði of snemma af - Kallaði leikmenn aftur inn á
Sevilla fagnar marki.
Sevilla fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Óvenjulegt atvik átti sér stað í leik Sevilla og Granada í spænsku úrvalsdeildinni í gær.

Sevilla vann leikinn 2-1 en í viðbótartíma varð reikistefna eftir að Ricardo de Burgos dómari flautaði leikinn af.

De Burgos hafði gefið til kynna að hann myndi bæta við fjórum mínútum en hann flautaði af þegar þrjár mínútur voru liðnar af viðbótartíma.

Leikmenn Granada mótmæltu og þegar De Burgos áttaði sig á mistökunum sagði hann leikmönnum að koma aftur inn á og klára leikinn.

Nokkrir leikmenn voru byrjaðir að fara úr treyjunum og byrjaðir að ganga af velli en þeir þurftu að mæta aftur inn á og klára síðustu mínútuna. Ekkert var þó skorað á lokamínútunni og Sevilla fór með 2-1 sigur af hólmi.
Athugasemdir
banner
banner