Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. apríl 2021 13:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindvíkingar tilbúnir að leyfa Djogatovic að fara
Lengjudeildin
Vladan Djogatovic.
Vladan Djogatovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Serbneski markvörðurinn Vladan Djogatovic má yfirgefa herbúðir Grindavíkur.

Djogatovic er 36 ára hefur spilað fyrir Grindvíkinga síðustu tvö tímabil og hefur var einn besti markvörður Lengjudeildarinnar í sumar. Sumarið 2019 var hann frábær fyrir liðið í Pepsi Max-deildinni.

Grindavík samdi við Aron Dag Birnuson eftir síðustu leiktíð og hann verður aðalmarkvörður liðsins í sumar. Aron Dagur er efnilegur markvörður sem kom frá KA.

Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net má Djogatovic fara í félag þar sem hann fær að spila. Nokkur félög hafa sýnt honum áhuga.

Grindavík hafnaði á síðustu leiktíð í fjórða sæti Lengjudeildarinnar.

Sjá einnig:
Aron Dagur: Enginn fer áfallalaust í gegnum sinn feril
Athugasemdir
banner
banner
banner