mán 26. apríl 2021 16:45
Elvar Geir Magnússon
Sonur Pirlo fékk líflátshótanir
Andrea Pirlo.
Andrea Pirlo.
Mynd: EPA
Nicolo Pirlo, sonur Andrea Pirlo þjálfara Juventus, hefur fengið líflátshótanir en hann greindi frá þessu í dag og birti skilaboðin opinberlega á samfélagsmiðlum.

Hótanirnar hafa komið frá óánægðum stuðningsmönnum Juventus en Juventus hefur verið í brasi á fyrsta tímabilinu undir stjórn Pirlo.

Nicolo segist vera búinn að fá sig fullsaddan af skilaboðunum og biður fólk um að reyna að setja sig í sína stöðu.

„Þú og faðir þinn verðið að deyja" stóð í skilaboðum sem hann opinberaði.

Juventus er sem stendur í fjórða sæti ítölsku A-deildarinnar eftir að hafa lyft meistarabikarnum síðustu níu ár.
Athugasemdir
banner
banner