Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 11:50
Brynjar Ingi Erluson
Áhorfendamet í Mosó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýtt áhorfendamet var sett á Malbikstöðinni að Varmá í fyrrakvöld er Afturelding vann sögulegan 1-0 sigur á Víkingi í Bestu deild karla, en það var fyrsti sigur Mosfellinga í efstu deild.

Hrannar Snær Magnússon skoraði eina mark Aftureldingur úr vítaspyrnu í síðari hálfleiknum og var fögnuðurinn gríðarlegur hjá heimamönnum sem hafa náð í fjögur stig úr fyrstu þremur umferðum deildarinnar.

984 áhorfendur mættu á leikinn sem er nýtt áhorfendamet, en fyrra metið var sett fyrir tveimur árum þegar 982 áhorfendur sáu Aftureldingu vinna Fjölni, 4-3, í Lengjudeildinni.

Stemningin var mögnuð í Mosfellsbæ og var fögnuðurinn mikill þegar flautað var til leiksloka.

Heimamenn vonast til að fella metið í annað sinn á tímabilinu í næsta heimaleik gegn Stjörnunni mánudagskvöldið 5. maí, en fyrst bíður þeirra útileikur gegn Fram á mánudag.
Athugasemdir