Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 21:18
Ívan Guðjón Baldursson
Celtic tryggði þrettánda deildartitilinn á fjórtán árum
Kvenaboltinn
Mynd: EPA
Dundee United 0 - 5 Celtic
0-1 R. Strain, sjálfsmark ('30)
0-2 Nicolas-Gerrit Kuhn ('38)
0-3 Nicolas-Gerrit Kuhn ('45+3)
0-4 Adam Idah ('47)
0-5 Adam Idah ('58)

Celtic tryggði sér þrettánda skoska deildartitilinn á fjórtán síðustu árum með stórsigri gegn Dundee United í dag.

Nicolas-Gerrit Kühn og Adam Idah skoruðu sitthvora tvennuna til að innsigla fimm marka sigur.

Celtic er með 84 stig eftir 34 umferðir, 17 stigum meira heldur en Rangers sem situr í öðru sæti.

Brendan Rodgers hefur verið að gera flotta hluti með liðið og lofaði því á fréttamannafundi fyrir leik dagsins að hann ætlar sér ekki yfirgefa félagið í sumar.
Athugasemdir
banner