Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 19:36
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Haukur Ásberg með þrennu í úrslitaleiknum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
KH 4 - 2 KÁ
1-0 Haukur Ásberg Hilmarsson ('8)
1-1 Carlos Magnús Rabelo ('16)
2-1 Haukur Ásberg Hilmarsson ('32)
3-1 Haukur Ásberg Hilmarsson ('58)
3-2 Brynjar Bjarkason ('79)
4-2 Luis Alberto Rodriguez Quintero ('96)
Rautt spjald: Kristinn Aron Hjartarson, KÁ ('97)

KH og KÁ mættust í úrslitaleik C-deildar Lengjubikarsins á Hlíðarenda í dag og tóku heimamenn forystuna þegar Haukur Ásberg Hilmarsson skoraði í fyrri hálfleik.

Carlos Magnús Rabelo jafnaði fyrir gestina úr Hafnarfirði áður en Haukur skoraði aftur og var staðan 2-1 í leikhlé.

Haukur fullkomnaði þrennuna sína í síðari hálfleik áður en Brynjar Bjarkason fyrirliði minnkaði muninn aftur niður í eitt mark fyrir KÁ.

Nær komust gestirnir þó ekki og innsiglaði Luis Quintero sigur heimamanna seint í uppbótartíma, svo lokatölur urðu 4-2 fyrir KH.
Athugasemdir
banner