Wojciech Szcz?sny, markvörður Barcelona, segir frá því að hann eigi við stórt vandamál að stríða, hann er háður sígarettum.
Íþróttamenn eru yfirleitt ekki þekktir fyrir að reykja en Szczesny hefur ekki falið vandann.
Íþróttamenn eru yfirleitt ekki þekktir fyrir að reykja en Szczesny hefur ekki falið vandann.
„Það er að sumu leiti sem mér mistekst að sýna gott fordæmi fyrir ungt fólk eða jafn vel samherja mína," sagði Szczesny.
„Ég reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér og reyni að sýna samherjum og ungum krökkum gott fordæmi. En talandi um reykingar, gerið mér það, ekki taka mig til fyrirmyndar. Ég er búinn að tapa bardaganum. Ég bjó til slæman ávana þegar ég var mjög ungur og ég veit það. Fyrir alla sem eru að horfa: Ekki gera það sem ég gerði."
Athugasemdir