Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 26. maí 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Höttur/Huginn fær argentínskan kantmann (Staðfest)
Mynd: Höttur/Huginn
Höttur/Huginn hefur samið við Ramiro David De Lillo fyrir átökin í 3. deildinni í sumar.

Ramiro er örvfættur kantaður en hann getur einnig leyst fleiri stöður á vellinum.

Ramiro er með ítalskt vegabréf en hann hefur spilað í spænsku 3. deildinni undanfarin ár.

„Áhrif Covid fara víða og hafa gert okkur erfiðara fyrir í leikmannamálum eins og eflaust flestum liðum. Þjálfarar okkar hafa hinsvegar sýnt því skilning bæði með því að taka á sig skerðingar og með þolinmæði," segir á Facebook síðu Hattar/Hugins.

„Við bindum miklar vonir við að hann geti hjálpað liðinu að standa sig sem allra best í sumar"

Höttur/Huginn hefur leik í 3. deildinni þann 20. júní en liðið heimsækir þá Tinadastól.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner