Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 26. maí 2020 19:45
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe um Liverpool: Þetta er engin tilviljun
Kylian Mbapp er hrifinn af Liverpool
Kylian Mbapp er hrifinn af Liverpool
Mynd: Getty Images
Franski framherjinn Kylian Mbappe er í áhugaverðu viðtali við enska miðilinn Mirror í dag en hann ræðir meðal annars magnaðan árangur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Mbappe, sem er 21 árs gamall, hefur afrekað meira en flestir á ferlinum en hann hefur unnið frönsku deildina fjórum sinnum og þá vann hann HM með Frakklandi árið 2018.

Hann er dyggur aðdáandi ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur fylgst vel með Liverpool undanfarið tímabil. Liverpool er á toppnum og hefur aðeins tapað einum leik á tímabilinu en liðið er einum sigri frá því að vinna deildina í fyrsta sinn í 30 ár.

„Liverpool hefur verið alger vél á þessari leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Þetta virkar svo auðvelt fyrir þá að vinna leiki en sannleikurinn er sá að það er aldrei auðvelt," sagði Mbappe.

„Þessi grimmd sem þeir hafa sýnt er af því þeir eru með frábæran stjóra og leikmennirnir leggja sig alla fram á æfingum, því að spila svona vel er eitthvað sem gerist ekki að sjálfu sér," sagði hann ennfremur.

Mbappe hefur verið orðaður við Liverpool og Real Madrid en Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, viðurkenndi það á síðasta ári að Liverpool hefði alls ekki efni á að fá hann til félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner