Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 26. maí 2020 16:10
Elvar Geir Magnússon
Pétur Viðars með FH í sumar (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Pétur Viðarsson hefur ákveðið að leika með FH í sumar en hann hafði lagt skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.

„Hann er mættur aftur, einn ástsælasti leikmaður félagsins síðasta áratuginn. Pétur Viðarsson hefur náð samkomulagi við FH um að taka skónna af hillunni og leika með liðinu út tímabilið 2020. Þvílíkar gleðifréttir á þessum fallega þriðjudegi," segir í tilkynningu FH.

Pétur er 32 ára varnarmaður. Fyrsti leikur hans með FH var árið 2006 en hann hefur unnið fimm Íslandmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil með liðinu.

Fyrr í þessum mánuði greindi Fótbolti.net frá því að FH væri að reyna að sannfæra Pétur um að halda áfram.

„Það væri mikill styrkur fyrir FH-inga ef þeir næðu að sannfæra hann. Pétur er mikill keppnismaður. FH vantar fleiri leikmenn í hópinn upp á breiddina að gera og Pétur er vanalega í góðu standi," sagði Magnús Már Einarsson ritstjóri Fótbolta.net í hlaðvarpsþætti á síðunni.

FH hafnaði í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar í fyrra og náði því Evrópusæti.

Hann er mættur aftur, einn ástsælasti leikmaður félagsins síðasta áratuginn. Pétur Viðarsson hefur náð samkomulagi við...

Posted by FHingar on Þriðjudagur, 26. maí 2020

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner