Þrír síðustu leikir dagsins í þýsku deildinni voru að klárast en Wolfsburg pakkaði Bayer Leverkusen saman á Bay-Arena í stærsta leik kvöldsins.
Leverkusen fór inn í leikinn með mikið sjálfstraust en Kai Havertz og félagar hans hafa verið heitir frá því tímabilið fór aftur af stað en það var Wolfsburg sem nýtti færin í kvöld.
Króatíski miðvörðurinn Marin Pongracic kom Wolfsburg yfir á 43. með skalla eftir aukaspyrnu áður en Maximillian Arnold gerði annað markið úr aukaspyrnu á 64. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Renato Steffen með skalla.
Pongracic gerði svo fjórða markið. Sama uppskrift og að fyrra markinu. Frábær frammistaða Wolfsburg. Julian Baumgartlinger minnkaði muninn á 85. mínútu og lokatölur því 4-1.
Eintracht Frankfurt og Freiburg gerðu þá 3-3 jafntefli. Freiburg var tveimur mörkum yfir þegar ellefu mínútur voru eftir en Frankfurt kom til baka og jafnaði leikinn í 3-3.
Werder Bremen og Borussia Monchengladbach gerðu þá markalaust jafntefli í Bremen.
Úrslit og markaskorarar:
Bayer 1 - 4 Wolfsburg
0-1 Marin Pongracic ('43 )
0-2 Maximilian Arnold ('64 )
0-3 Renato Steffen ('68 )
0-4 Marin Pongracic ('75 )
1-4 Julian Baumgartlinger ('85 )
Eintracht Frankfurt 3 - 3 Freiburg
0-1 Vincenzo Grifo ('28 )
1-1 Andre Silva ('35 )
1-2 Nils Petersen ('67 )
1-3 Lucas Holer ('69 )
2-3 Daichi Kamada ('79 )
3-3 Timothy Chandler ('82 )
Werder 0 - 0 Borussia M.
Athugasemdir