Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 26. maí 2023 18:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kvennaliðinu ekki fagnað þar sem karlaliðinu gekk illa
Mynd: EPA

Það verður enginn fögnuður í Amsterdam borg fyrir kvennalið Ajax sem varð hollenskur meistari í ár. Það kemur til vegna vonbrigðartímabils hjá karlaliðinu.


Liðið mun í besta falli enda í 2. sæti í deildinni, liðið tapaði í úrslitum bikarsins og féll úr leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og að lokum féll liðið úr leik í fyrstu umferð útsláttakeppninnar í Evrópudeildinni.

Femke Halsema borgarstjóri Amsterdam bauð kvennaliðinu að mæta á Leidseplein torg í borginni og standa upp á svölum fyrir framan stuðningsmenn liðsins.

Félaginu þótti það ekki álítlegt þar sem óttast er um óeirðir vegna gengis karlaliðsins á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner