Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
   sun 26. maí 2024 20:13
Sölvi Haraldsson
Áttu Blikar að fá víti? - „Fann vel fyrir því að hann steig á mig“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst seinni hálfleikurinn töluvert betri en fyrri hálfleikurinn. Við þurfum að vera klínískari en við vorum í dag og seinasta leik. Við erum að skapa fullt af færum en erum ekki að nýta þau eins og ég myndi vilja. En hrikalega góður sigur á móti sterku Fram-liði.“ sagði Kristinn Jónsson, varnarmaður Breiðabliks eftir 4-1 sigur á Fram í dag.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 Breiðablik

Blikaliðið kom að krafti inn í seinni hálfleikinn. Hvað gerðu Blikar betur þá en í fyrri hálfleik?

Mér fannst við spila hraðar í seinni hálfleik og við nýttum kantana mun betur þá. Völlurinn var líka mjög þurr og þá var erfitt að spila upp miðsvæðið.“

Blikarnir voru allt annað en sáttir í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir vildu fá vítapsyrnu eftir að Kristinn var tekinn niður í teignum. Kristinn er á því að þetta hafi verið klárt víti.

Ég hef nú ekki séð myndirnar en ég fann alveg vel fyrir því að hann steig á mig. Mér fannst þetta vera víti. Ég gat ekki klárað færið þannig klárt víti fyrir mínar sakir.“

Það var mjög sterkt hjá Blikum að skora fjögur mörk á móti sterku og þéttu Fram-liði sagði Kristinn.

Hrikalega sáttur með 4-1 sigur en það eru mörg atvik í leiknum sem við þurfum að gera betur. Við þurfum að vera aðeins klínískari á seinasta þriðjung en heilt yfir bara ánægður. Hrikalega sterkt að skora fjögur mörk á móti Fram-liðinu.“

Kristinn er nýkominn aftur í Breiðablik en hann er að komast betur og betur inn í hlutina segir hann.

Mér finnst ég persónulega vera að komast betur og betur inn í leikstílinn og er að skilja hann betur. Ég er að ná betra sambandi með meðspilurunum mínum. Það er alls ekkert sjálfgefið að all smelli frá fyrsta degi. Stundum tekur þetta smá tíma en þetta á bara eftir að vera betra þegar líður á sumarið.“ sagði Kristinn Jónsson, varnarmaður Blika, að leiks lokum.

Viðtalið við Kidda í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner