Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   sun 26. maí 2024 20:13
Sölvi Haraldsson
Áttu Blikar að fá víti? - „Fann vel fyrir því að hann steig á mig“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst seinni hálfleikurinn töluvert betri en fyrri hálfleikurinn. Við þurfum að vera klínískari en við vorum í dag og seinasta leik. Við erum að skapa fullt af færum en erum ekki að nýta þau eins og ég myndi vilja. En hrikalega góður sigur á móti sterku Fram-liði.“ sagði Kristinn Jónsson, varnarmaður Breiðabliks eftir 4-1 sigur á Fram í dag.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 Breiðablik

Blikaliðið kom að krafti inn í seinni hálfleikinn. Hvað gerðu Blikar betur þá en í fyrri hálfleik?

Mér fannst við spila hraðar í seinni hálfleik og við nýttum kantana mun betur þá. Völlurinn var líka mjög þurr og þá var erfitt að spila upp miðsvæðið.“

Blikarnir voru allt annað en sáttir í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir vildu fá vítapsyrnu eftir að Kristinn var tekinn niður í teignum. Kristinn er á því að þetta hafi verið klárt víti.

Ég hef nú ekki séð myndirnar en ég fann alveg vel fyrir því að hann steig á mig. Mér fannst þetta vera víti. Ég gat ekki klárað færið þannig klárt víti fyrir mínar sakir.“

Það var mjög sterkt hjá Blikum að skora fjögur mörk á móti sterku og þéttu Fram-liði sagði Kristinn.

Hrikalega sáttur með 4-1 sigur en það eru mörg atvik í leiknum sem við þurfum að gera betur. Við þurfum að vera aðeins klínískari á seinasta þriðjung en heilt yfir bara ánægður. Hrikalega sterkt að skora fjögur mörk á móti Fram-liðinu.“

Kristinn er nýkominn aftur í Breiðablik en hann er að komast betur og betur inn í hlutina segir hann.

Mér finnst ég persónulega vera að komast betur og betur inn í leikstílinn og er að skilja hann betur. Ég er að ná betra sambandi með meðspilurunum mínum. Það er alls ekkert sjálfgefið að all smelli frá fyrsta degi. Stundum tekur þetta smá tíma en þetta á bara eftir að vera betra þegar líður á sumarið.“ sagði Kristinn Jónsson, varnarmaður Blika, að leiks lokum.

Viðtalið við Kidda í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner