Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   sun 26. maí 2024 20:13
Sölvi Haraldsson
Áttu Blikar að fá víti? - „Fann vel fyrir því að hann steig á mig“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst seinni hálfleikurinn töluvert betri en fyrri hálfleikurinn. Við þurfum að vera klínískari en við vorum í dag og seinasta leik. Við erum að skapa fullt af færum en erum ekki að nýta þau eins og ég myndi vilja. En hrikalega góður sigur á móti sterku Fram-liði.“ sagði Kristinn Jónsson, varnarmaður Breiðabliks eftir 4-1 sigur á Fram í dag.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 Breiðablik

Blikaliðið kom að krafti inn í seinni hálfleikinn. Hvað gerðu Blikar betur þá en í fyrri hálfleik?

Mér fannst við spila hraðar í seinni hálfleik og við nýttum kantana mun betur þá. Völlurinn var líka mjög þurr og þá var erfitt að spila upp miðsvæðið.“

Blikarnir voru allt annað en sáttir í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir vildu fá vítapsyrnu eftir að Kristinn var tekinn niður í teignum. Kristinn er á því að þetta hafi verið klárt víti.

Ég hef nú ekki séð myndirnar en ég fann alveg vel fyrir því að hann steig á mig. Mér fannst þetta vera víti. Ég gat ekki klárað færið þannig klárt víti fyrir mínar sakir.“

Það var mjög sterkt hjá Blikum að skora fjögur mörk á móti sterku og þéttu Fram-liði sagði Kristinn.

Hrikalega sáttur með 4-1 sigur en það eru mörg atvik í leiknum sem við þurfum að gera betur. Við þurfum að vera aðeins klínískari á seinasta þriðjung en heilt yfir bara ánægður. Hrikalega sterkt að skora fjögur mörk á móti Fram-liðinu.“

Kristinn er nýkominn aftur í Breiðablik en hann er að komast betur og betur inn í hlutina segir hann.

Mér finnst ég persónulega vera að komast betur og betur inn í leikstílinn og er að skilja hann betur. Ég er að ná betra sambandi með meðspilurunum mínum. Það er alls ekkert sjálfgefið að all smelli frá fyrsta degi. Stundum tekur þetta smá tíma en þetta á bara eftir að vera betra þegar líður á sumarið.“ sagði Kristinn Jónsson, varnarmaður Blika, að leiks lokum.

Viðtalið við Kidda í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner