Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 26. maí 2024 20:13
Sölvi Haraldsson
Áttu Blikar að fá víti? - „Fann vel fyrir því að hann steig á mig“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst seinni hálfleikurinn töluvert betri en fyrri hálfleikurinn. Við þurfum að vera klínískari en við vorum í dag og seinasta leik. Við erum að skapa fullt af færum en erum ekki að nýta þau eins og ég myndi vilja. En hrikalega góður sigur á móti sterku Fram-liði.“ sagði Kristinn Jónsson, varnarmaður Breiðabliks eftir 4-1 sigur á Fram í dag.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 Breiðablik

Blikaliðið kom að krafti inn í seinni hálfleikinn. Hvað gerðu Blikar betur þá en í fyrri hálfleik?

Mér fannst við spila hraðar í seinni hálfleik og við nýttum kantana mun betur þá. Völlurinn var líka mjög þurr og þá var erfitt að spila upp miðsvæðið.“

Blikarnir voru allt annað en sáttir í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir vildu fá vítapsyrnu eftir að Kristinn var tekinn niður í teignum. Kristinn er á því að þetta hafi verið klárt víti.

Ég hef nú ekki séð myndirnar en ég fann alveg vel fyrir því að hann steig á mig. Mér fannst þetta vera víti. Ég gat ekki klárað færið þannig klárt víti fyrir mínar sakir.“

Það var mjög sterkt hjá Blikum að skora fjögur mörk á móti sterku og þéttu Fram-liði sagði Kristinn.

Hrikalega sáttur með 4-1 sigur en það eru mörg atvik í leiknum sem við þurfum að gera betur. Við þurfum að vera aðeins klínískari á seinasta þriðjung en heilt yfir bara ánægður. Hrikalega sterkt að skora fjögur mörk á móti Fram-liðinu.“

Kristinn er nýkominn aftur í Breiðablik en hann er að komast betur og betur inn í hlutina segir hann.

Mér finnst ég persónulega vera að komast betur og betur inn í leikstílinn og er að skilja hann betur. Ég er að ná betra sambandi með meðspilurunum mínum. Það er alls ekkert sjálfgefið að all smelli frá fyrsta degi. Stundum tekur þetta smá tíma en þetta á bara eftir að vera betra þegar líður á sumarið.“ sagði Kristinn Jónsson, varnarmaður Blika, að leiks lokum.

Viðtalið við Kidda í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner