Liverpool og Newcastle gætu skipst á framherjum - Bayern undirbýr tilboð í Verbruggen - Man Utd horfir til Sporting
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
   sun 26. maí 2024 20:13
Sölvi Haraldsson
Áttu Blikar að fá víti? - „Fann vel fyrir því að hann steig á mig“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst seinni hálfleikurinn töluvert betri en fyrri hálfleikurinn. Við þurfum að vera klínískari en við vorum í dag og seinasta leik. Við erum að skapa fullt af færum en erum ekki að nýta þau eins og ég myndi vilja. En hrikalega góður sigur á móti sterku Fram-liði.“ sagði Kristinn Jónsson, varnarmaður Breiðabliks eftir 4-1 sigur á Fram í dag.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 Breiðablik

Blikaliðið kom að krafti inn í seinni hálfleikinn. Hvað gerðu Blikar betur þá en í fyrri hálfleik?

Mér fannst við spila hraðar í seinni hálfleik og við nýttum kantana mun betur þá. Völlurinn var líka mjög þurr og þá var erfitt að spila upp miðsvæðið.“

Blikarnir voru allt annað en sáttir í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir vildu fá vítapsyrnu eftir að Kristinn var tekinn niður í teignum. Kristinn er á því að þetta hafi verið klárt víti.

Ég hef nú ekki séð myndirnar en ég fann alveg vel fyrir því að hann steig á mig. Mér fannst þetta vera víti. Ég gat ekki klárað færið þannig klárt víti fyrir mínar sakir.“

Það var mjög sterkt hjá Blikum að skora fjögur mörk á móti sterku og þéttu Fram-liði sagði Kristinn.

Hrikalega sáttur með 4-1 sigur en það eru mörg atvik í leiknum sem við þurfum að gera betur. Við þurfum að vera aðeins klínískari á seinasta þriðjung en heilt yfir bara ánægður. Hrikalega sterkt að skora fjögur mörk á móti Fram-liðinu.“

Kristinn er nýkominn aftur í Breiðablik en hann er að komast betur og betur inn í hlutina segir hann.

Mér finnst ég persónulega vera að komast betur og betur inn í leikstílinn og er að skilja hann betur. Ég er að ná betra sambandi með meðspilurunum mínum. Það er alls ekkert sjálfgefið að all smelli frá fyrsta degi. Stundum tekur þetta smá tíma en þetta á bara eftir að vera betra þegar líður á sumarið.“ sagði Kristinn Jónsson, varnarmaður Blika, að leiks lokum.

Viðtalið við Kidda í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner