Kompany vann Championship deildina á sínu fyrsta tímabili með Burnley en féll svo beint aftur niður.
FC Bayern er með allt tilbúið fyrir tilkynningu á ráðningu á Vincent Kompany sem nýjum aðalþjálfara.
Bayern er talið borga um 10 milljónir punda til að fá Kompany frá Burnley, þar sem hann hefur verið við stjórnvölinn síðustu tvö ár.
Kompany fær þriggja ára samning hjá Bayern og verður spennandi að fylgjast með gengi hans í þýska boltanum, við stjórnvölinn hjá stórveldi sem gerir miklar kröfur.
Kompany er tiltölulega nýbyrjaður í þjálfun en hann býr yfir gríðarlega mikilli reynslu úr fótboltaheiminum og lærði mikið af fyrrum þjálfara sínum Pep Guardiola.
Kompany tekur við af Thomas Tuchel og verður þar með þriðji þjálfarinn sem tekur við Bayern á 14 mánuðum.
Athugasemdir