Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   sun 26. maí 2024 14:41
Ívan Guðjón Baldursson
Kortrijk heldur sætinu í efstu deild - Magnað afrek hjá Freysa
Mynd: Fótbolti.net - Kjartan Örn
Mynd: Getty Images
Kortrijk 4 - 2 Lommel SK (5-2 samanlagt)
0-1 Diego Rosa ('3)
1-1 Thierry Ambrose ('96)
2-1 Thierry Ambrose ('101)
2-2 Lucas Schoofs ('105, víti)
3-2 Joao Silva ('109)
4-2 Thierry Ambrose ('117)
Rautt spjald: Henry Owari, Lommel ('98)

Kortrijk bjargaði sér frá falli úr efstu deild belgíska boltans eftir magnaða framlengingu í dag.

Freyr Alexandersson þjálfar Kortrijk sem mætti Lommel SK í úrslitaleik um laust sæti í efstu deild. Kortrijk fór inn í heimaleikinn í dag með eins marks forystu eftir sigur á útivelli en missti þá forystu niður eftir þrjár mínútur, þegar Diego Rosa skoraði.

Hvorugu liði tókst að bæta við löglegu marki í venjulegum leiktíma en framlengingin bauð upp á mikla skemmtun, þar sem í heildina voru skoruð fimm mörk.

Thierry Ambrose, sem hafði komið inn af bekknum á 75. mínútu í liði heimamanna, gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í framlengingunni til að innsigla 4-2 sigur í þessum mikilvæga úrslitaleik fyrir Frey og lærisveina hans.

Þetta er magnað afrek hjá Frey sem tók við Kortrijk í janúar þegar liðið sat á botni belgísku deildarinnar - ellefu stigum á eftir næsta liði. Frábær árangur hjá Frey sem gerði einnig frábæra hluti hjá Lyngby áður en hann var keyptur til Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner