Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 26. maí 2024 19:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Willum í Sambandsdeildina eftir mikla dramatík - Logi stoðsendingaóður
Willum Þór Willumsson
Willum Þór Willumsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson
Logi Tómasson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Go Ahead Eagles spilar í Sambandsdeildinni á næstu leiktíð eftir dramatískan sigur á Utrecht eftir framlengdan leik.


Willum Þór Willumsson var ekki í leikmannahópi Go Ahead Eagles vegna meiðsla.

Utecht var með 1-0 forystu í hálfleik og það stefndi í að það yrðu lokatölur. Undir lok leiksins þurfti að stöðva leikinn þar sem stuðningsmaður Utecht kastaði blysi yfir í stúku hjá stuðningsmönnum Go Ahead Eagles.

Leikurinn hélt svo áfram eftir smá stopp og í uppbótatíma tókst Go Ahead Eagles að jafna metin og tryggja sér möguleika á að koma til baka í framlengingu. Það tókst þar sem sigurmarkið kom seint í seinni hálfleik framlengingarinnar. 2-1 lokatölur og Go Ahead Eagles tryggði sér þar með sæti í Sambandsdeildinni.

Logi Tómasson sjóðandi heitur

Logi Tómasson hefur verið frábær í liði Stromsgodset undanfarið en hann lagði upp sitt þriðja mark í síðustu fimm leikjum þegar liðið vann Sarpsborg 3-1 í norsku deildinni. Viking vann Íslendingaslaginn gegn HamKam 3-0. Patrik Sigurður Gunnarsson var í rammanum hjá Viking. Viðar Ari Jónsson spilaði allan leikinn hjá HamKam og Brynjar Ingi Bjarnason kom inn á sem varamaður.

Anton Logi Lúðvíksson spilaði rúmlega klukkutíma þegar Haugesund vann 2-1 gegn Sandefjord en Hlynur Freyr Karlsson var ónotaður varamaður. Hilmir Rafn Mikaelsson spilaði 70 mínútur gegn Rosenborg í 2-1 tapi Kristiansund. Brynjólfur Willumsson var ekki í hópnum.

Viking er í 5. sæti með 18 stig eftir 10 umferðir. Stromsgodset er í 6. sæti með 16 stig. Haugesund er í 9. sæti með 13 stig. HamKam í 11. sæti með 10 stig og Kristiansund með jafnmörg stig í 12. sæti.

Þorri Mar Þórisson var tekinn af velli í fyrri hálfleik þegar Öster vann 2-1 sigur á Skovde í næst efstu deild í Svíþjóð. Valgeir Valgeirsson var tekinn af velli undir lok leiksins þegar Örebro tapaði 3-1 gegn Gefle. Öster er í 2. sæti með 19 stig eftir 10 umferðir en Örebro er í 13. sæti með 11 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner