Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   sun 26. júní 2022 23:31
Anton Freyr Jónsson
Ágúst Karel: Komast í 8-liða úrslitin fyrir svona klúbb er svakalegt
Águst Karel skoraði sigurmarkið á 93.mínútu
Águst Karel skoraði sigurmarkið á 93.mínútu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Mér líður ógeðslega vel, þetta var svakalegt." voru fyrstu viðbrögð Ágústar Karels Magnússonar hetju Ægismanna en Ágúst skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma með frábæru skoti fyrir utan vítateiginn.


Lestu um leikinn: Ægir 1 -  0 Fylkir

Var Ágúst Karel pirraður að byrja á bekknum í dag?

„Er maður ekki alltaf pirraður pirraður að vera á bekknum? Maður vill alltaf byrja alla leiki."

Ágúst Karel Magnússon kom inn á og tryggði Ægi inn í 8-liða úrslitin með stórglæsilegu marki á 93.mínútu leiksins.

„Maður reynir. Við erum. búnir að æfa vel og ég er mest glaður með að liðið hafi unnið. Komast áfram í 8-liða úrslit fyrir svona klúbb er svakalegt."

Leikurinn var opin og kaflaskiptur og bæði lið sköpuðu sér nóg af færum og hefðu mörkin svo sannarlega geta verið fleiri. 

„Þetta var mjög opin leikur, en svona í endan þá finnst mér við alveg eiga þetta skilið. Við vorum að skapa okkur færi og þeir reyndar líka. Þetta hefði getað farið á báðar vegur og í dag fór þetta á okkar vegu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner