
„Mér líður ógeðslega vel, þetta var svakalegt." voru fyrstu viðbrögð Ágústar Karels Magnússonar hetju Ægismanna en Ágúst skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma með frábæru skoti fyrir utan vítateiginn.
Lestu um leikinn: Ægir 1 - 0 Fylkir
Var Ágúst Karel pirraður að byrja á bekknum í dag?
„Er maður ekki alltaf pirraður pirraður að vera á bekknum? Maður vill alltaf byrja alla leiki."
Ágúst Karel Magnússon kom inn á og tryggði Ægi inn í 8-liða úrslitin með stórglæsilegu marki á 93.mínútu leiksins.
„Maður reynir. Við erum. búnir að æfa vel og ég er mest glaður með að liðið hafi unnið. Komast áfram í 8-liða úrslit fyrir svona klúbb er svakalegt."
Leikurinn var opin og kaflaskiptur og bæði lið sköpuðu sér nóg af færum og hefðu mörkin svo sannarlega geta verið fleiri.
„Þetta var mjög opin leikur, en svona í endan þá finnst mér við alveg eiga þetta skilið. Við vorum að skapa okkur færi og þeir reyndar líka. Þetta hefði getað farið á báðar vegur og í dag fór þetta á okkar vegu."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.