Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 26. júní 2022 18:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Ægis og Fylkis: Aðalmarkvörðurinn settur á bekkinn
Ivaylo Yanachkov.
Ivaylo Yanachkov.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það er mjög áhugaverður leikur í Þorlákshöfn í kvöld þar sem Ægir úr 2. deild tekur á móti Fylki úr Lengjudeildinni í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Bæði þessi lið eru í toppbaráttu í sínum deildum og verður fróðlegt að sjá hvernig fer.

Lestu um leikinn: Ægir 1 -  0 Fylkir

Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér fyrir neðan.

Fylkismenn gera aðeins eina breytingu frá síðasta deildarleik sínum; Unnar Steinn Ingvarsson kemur inn fyrir Mathias Laursen.

Ægir tapaði stórt gegn Njarðvík í síðasta leik sínum og þeir hrista aðeins upp í liði sínu frá þeim leik. Það vekur athygli að markvörðurinn Ivaylo Yanachkov er á meðal varamanna.

Byrjunarlið Ægir:
0. Stefán Blær Jóhannsson
0. Djordje Panic
0. Cristofer Rolin
2. Arnar Páll Matthíasson
5. Anton Breki Viktorsson (f)
8. Renato Punyed Dubon
11. Stefan Dabetic
14. Arilíus Óskarsson
16. Atli Dagur Ásmundsson
30. Gunnar Óli Björgvinsson
80. Bjarki Rúnar Jónínuson

Byrjunarlið Fylkir:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
0. Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson
3. Unnar Steinn Ingvarsson
5. Orri Sveinn Stefánsson (f)
6. Frosti Brynjólfsson
10. Benedikt Daríus Garðarsson
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
20. Hallur Húni Þorsteinsson
Athugasemdir
banner