
Núna klukkan 14:00 hefst fyrsti leikurinn í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. HK úr Lengjudeildinni tekur á móti Dalvík/Reyni úr 3. deild.
Lestu um leikinn: HK 6 - 0 Dalvík/Reynir
Þetta verður alls ekki auðvelt fyrir HK því Dalvíkingar eru nú þegar búnir að slá út eitt Lengjudeildarlið. Þeir slógu út Þór frá Akureyri í síðustu umferð keppninnar.
Byrjunarliðin fyrir þennan leik eru klár og má sjá þau hér fyrir neðan. HK-ingar hrista aðeins upp í liði sínu og vekur það athygli að Karl Ágúst Karlsson - sem er fæddur árið 2007 - er í byrjunarliðinu.
Byrjunarlið HK:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
0. Arnþór Ari Atlason
2. Kristján Snær Frostason
3. Ívar Orri Gissurarson
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
16. Eiður Atli Rúnarsson
17. Valgeir Valgeirsson
23. Hassan Jalloh
24. Teitur Magnússon
29. Karl Ágúst Karlsson
44. Bruno Soares
Byrjunarlið Dalvík/Reynir:
1. Aron Ingi Rúnarsson (m)
6. Þröstur Mikael Jónasson
7. Gunnlaugur Bjarnar Baldursson
9. Jóhann Örn Sigurjónsson
15. Bjarmi Fannar Óskarsson
17. Gunnlaugur Rafn Ingvarsson
18. Rúnar Helgi Björnsson (f)
22. Vilhelm Ottó Biering Ottósson
23. Steinar Logi Þórðarson (f)
31. Matthew Woo Ling
77. Sergiy Shapoval
Athugasemdir