Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. júní 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Framtíð Cecilíu ræðst á næstunni - „Það gírast bara allir upp við að tala við mig"
Icelandair
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í hópnum sem fer á Evrópumótið á Englandi en hún fór aðeins yfir tímabilið með Bayern í viðtali við Fótbolta.net.

Cecilía kom til Bayern á láni frá Everton í byrjun ársins en þegar hún átti að fá tækifærið í bikarnum þá meiddist hún á hendi og neyddist til að fara í aðgerð.

Ekki er ljóst hvort hún verður áfram hjá félaginu en það ætti að ráðast á næstu dögum eða vikum.

Hún hefur verið ánægð með tímann hjá Bayern og segir tímabilið lærdómsríkt.

„Ótrúlega lærdómsríkt, skemmtilegt, topp aðstaða og toppklúbbur og það hefur hjálpað ótrúlega að hafa haft Glódísi og Karólínu"

„Það kom fljótt upp að ég væri að fara til Bayern þannig maður var ekkert með miklar væntingar og vildi bara koma inn og sanna mig og fannst ég hafa gert það og svo bara þetta bara að njóta. Mæta á æfingar, æfa með bestu leikmönnum heims og njóta."

„Það skipti eiginlega engu máli. Ég var að vonast til að spila bikarleikina áður en ég meiddist. Þetta átti greinilega að gerast og maður getur ekkert spáð í það eftir á,"
sagði hún ennfremur um tækifærið og meiðslin.

Cecilía segir framtíðina skýrast á næstunni en hún vill helst bara einbeita sér að Evrópumótinu.

„Það ætti að koma í ljós á næstu dögum eða vikum en maður vill voðalega lítið hugsa um það núna og bara fókusera á EM, svo kemur þetta í ljós."

Glódís Perla Viggósdóttir kom inná það í viðtali við Fótbolta.net á dögunum hvað Cecilía væri fyndin og að allir þyrftu að hafa eina slíka í sínu liði. Markvörðurinn segist mögulega vita ástæðuna en hún segir að allir gírist upp við að tala við sig.

„Ég veit það ekki. Það gírast bara allir upp við að tala við mig, það eru allir svo fyndnir að maður verður bara fyndin á móti," sagði hún í lokin.

Sjá einnig:
Þarf ekki að segja neitt til að vera fyndin - „Þurfa allir að hafa eina Cessu í sínu liði"
Cecilía búin að ná sér af meiðslum - „15 sinnum skemmtilegra í marki núna"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner