Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 26. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leeds fylgist með leikmanni Salzburg
Mohamed Camara í leik með Salzburg
Mohamed Camara í leik með Salzburg
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United hefur mikinn áhuga á því að fá Mohamed Camara, leikmann austurríska félagsins RB Salzburg, í sumar en þetta staðfestir umboðsmaður Camara.

Camara er 22 ára gamall miðjumaður sem kemur frá Malí. Hann lék 36 leiki, gerði eitt mark og lagði upp fimm á síðustu leiktíð, er liðið varð austurrískur meistari.

Leeds United hefur sýnt honum mikinn áhuga síðustu vikur og verið í sambandi við umboðsmann leikmannsins en félagið á enn eftir að leggja fram tilboð.

„Leeds er búið að vera í beinu sambandi við RB Salzburg og félagið segist elska þessa týpu af leikmanni. Þeir hafa bara lýst yfir áhuga og ekki lagt fram tilboð en við vonumst til að heyra frá félaginu á næstunni," sagði umboðsmaður leikmannsins.

Camara, sem getur spilað á miðri miðju eða sem djúpur miðjumaður, á 15 landsleiki fyrir Malí og gert þrjú mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner