Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 26. júní 2022 12:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Peningarnir töluðu til Nadiu Nadim
Nadia Nadim.
Nadia Nadim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nadia Nadim hefur fengið mikla gagnrýni í heimalandi sínu Danmörku síðustu mánuði eftir að hún ákvað að gerast sérstakur fulltrúi fyrir HM í Katar.

Fjölmörg mannréttindabrot hafa verið brotin í aðdraganda mótsins en Nadim hefur talað afskaplega vel um landið og segir allt upp á tíu þar. Hún hefur fengið mikla gagnrýni fyrir það, en peningar tala.

Hún er í danska hópnum fyrir EM í sumar og hefur ákvörðunin að velja hana í hópinn ekki verið vinsæl. Danski landsliðsþjálfarinn segir ákvörðunina íþróttalegs eðlis en danska þjóðin er ekki sátt.

„Þetta er sérstakt. Hún er búin að vera opinber persóna að berjast fyrir flóttafólk og hún er búin að afreka mikið. Þetta setur svertan blett á það,” sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðrþjálfari Selfoss, þegar rætt var um málið í Heimavellinum.

Spurning er hvort þetta mál og þessi umræða eyðileggi eitthvað fyrir Dönum á EM í sumar, en mikið hefur verið rætt um þetta.

Danmörk er í erfiðum riðli á EM í sumar með Finnlandi, Spáni og Þýskalandi. Farið var yfir þann riðil á Heimavellinum í síðustu viku.
Heimavöllurinn á EM: B&B fara yfir rosalegan B-riðil
Athugasemdir
banner
banner
banner