Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. júlí 2022 20:57
Brynjar Ingi Erluson
Óli Jó sækir Lasse Petry frá FH (Staðfest)
Lasse Petry er kominn aftur í Val
Lasse Petry er kominn aftur í Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski miðjumaðurinn Lasse Petry er genginn aftur í raðir Vals frá FH. Hann snýr aftur til félagsins eftir nokkurra mánaða dvöl hjá FH en samningur hans við Val gildir út þessa leiktíð.

Petry, sem er 29 ára gamall, þekkir ágætlega til á Íslandi því hann lék með Val tímabilin 2019 og 2020 og varð Íslandsmeistari með Hlíðarendafélaginu seinna tímabilið.

Ólafur Jóhannesson, sem var þá þjálfari Vals, fékk hann til liðsins í janúar árið 2019. Samningur Ólafs við Val rann út eftir tímabilið og var ákveðið að framlengja ekki samning hans. Hann tók síðan við FH síðasta sumar.

Fyrir þetta tímabil ákvað Ólafur að fá Petry frá Val þar sem hann spilaði fimm deildarleiki undir hans stjórn áður en Ólafur var rekinn frá félaginu.

Hinn margreyndi þjálfari tók aftur við Val á dögunum og ákvað á sjálfum gluggadeginum að fá Petry aftur til liðs við sig. Hann gekk í kvöld frá skiptum sínum yfir í Val en hann gerir samning út tímabilið.

Valur er í 5. sæti Bestu deildarinnar með 21 stig.
Athugasemdir
banner
banner