Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. ágúst 2020 23:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 2. deild: Frábær í endurkomu sigri
Alexander Helgason (Þróttur Vogum)
Alexander Helgason.
Alexander Helgason.
Mynd: Þróttur Vogum
Alexander (númer 10) fagnar með liðsfélögunum gegn Dalvík/Reyni.
Alexander (númer 10) fagnar með liðsfélögunum gegn Dalvík/Reyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur Vogum vann heldur betur góðan endurkomusigur gegn grönnum sínum í Víði Garði fyrir rúmri viku síðan. Alexander Helgason reyndist hetja Þróttara í þeim leik, skoraði tvö mörk og það seinna reyndist sigurmark leiksins sem endaði 3-2.

Alexander var fyrir frammistöðu sína valinn ICE-leikmaður umferðarinnar í 2. deild karla. Það voru þeir Óskar Smári Haraldsson og Sverrir Mar Smárason sem völdu Alexander í hlaðvarpsþættinum Ástríðan. Hlusta má á nýjustu þætti Ástríðunnar hér neðst í fréttinni. Umferðin var sú 11. í röðinni en sú 9. ef leiknar umferðar eru taldar.

„Fyrir valinu í 11. umferð var miðjumaður Þróttar Vogum, Alexander Helgason. Alexander er uppalinn í Haukum og fæddur árið [1994]," sagði Sverrir Mar.

„Frábær í 'comeback' sigrinum og skoraði sigurmarkið á 88. mínútu." sagði Óskar Smári.

Ásamt því að hafa leikið með Haukum og Þrótti Vogum hefur Alexander leikið með Njarðvík á ferli sínum. Alexander hefur skorað fjögur mörk í níu deildarleikjum í sumar.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Hrvoje Tokic (Selfoss)
Bestur í 2. umferð - Oliver Helgi Gíslason (Haukar)
Bestur í 3. umferð - Nikola Dejan Djuric (Haukar)
Bestur í 4. umferð - Hrannar Snær Magnússon (KF)
Bestur í 5. umferð - Dino Hodzic (Kári)
Bestur í 6. umferð - Andy Pew (Þróttur Vogum)
Bestur í 7. umferð - Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)
Bestur í 8. umferð - Oumar Diouck (KF)
Ástríðan - 2. og 3. deild komnar aftur á fleygiferð
Ástríðan - Yfirferð yfir leiki síðustu helgar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner