Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 26. september 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Aston Villa býður í Cyprien - Zeqiri á leið til Brighton
Zeqiri raðaði inn mörkunum með Lausanne á síðustu leiktíð.
Zeqiri raðaði inn mörkunum með Lausanne á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Úrvalsdeildarfélögin Aston Villa og Brighton eru að reyna að fullkomna leikmannahópa sína áður en félagaskiptaglugginn lokar í október.

Aston Villa er búið að bjóða 17,5 milljónir evra í franska miðjumanninn Wylan Cyprien sem hefur spilað yfir 100 leiki fyrir bæði Lens og Nice í heimalandinu.

Cyprien er leikmaður Nice sem stendur en óljóst er hvort franska félagið vilji selja hann. Hann skoraði 8 mörk í 20 leikjum á síðustu leiktíð.

Brighton er við það að ganga frá félagaskiptum Andi Zeqiri, 21 árs framherja Lausanne í Sviss. Zeqiri er 21 árs gamall og skoraði 9 mörk í 9 leikjum fyrir U21 landslið Sviss. Hann hefur þó kosið að spila fyrir A-landslið Kósovó.

Zeqiri gerði 22 mörk í 37 leikjum á síðustu leiktíð og hafði Parma einnig áhuga á honum en Fabrizio Romano greinir frá því að Brighton sé búið að ganga frá kaupunum. Zeqiri eigi aðeins eftir að standast læknisskoðun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner