Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 26. september 2020 19:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard: Þetta eru tvö töpuð stig
Frank Lampard, stjóri Chelsea.
Frank Lampard, stjóri Chelsea.
Mynd: Getty Images
„Við gerðum þrjú varnarmistök sem urðu þess valdandi að þeir skoruðu þrjú mörk," sagði Frank Lampard, stjóri Chelsea, eftir 3-3 jafntefli við West Brom á útivelli í dag.

Chelsea var 3-0 undir í hálfleik en sýndi karakter með því að koma til baka í seinni hálfleiknum og bjarga jafntefli.

„Fyrir utan mörkin þeirra þá stjórnuðum við leiknum. Við fengum færi og spurningin var hversu mikinn karakter við gætum komið með út í seinni hálfleikinn. Ég vissi alltaf að við gætum þetta, en þetta eru samt tvö töpuð stig."

„Við hreyfðum boltann alltof hægt í fyrri hálfleiknum. Þegar við fórum að hreyfa hann hraðar þá urðum við hættulegri."

„Það voru jákvæðir hlutir í frammistöðu okkar en ég væri heimskur að segja að við getum gert þrjú mistök, gefið okkur fjall til að klífa og verið ánægður með það. Við verðum að sætta okkur við að þetta er ferli."

Lampard býst við betri frammistöðu í næstu leikjum en hann býst ekki við því að leikmenn verði komnir í kjörið líkamlegt ásigkomulag fyrr en eftir næsta landsleikjahlé.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner