Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 26. september 2020 22:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zeba spilaði þrátt fyrir fjögur brotin bein í fæti
Vildi spila í dag
Lengjudeildin
Josip Zeba.
Josip Zeba.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Josip Zeba, varnarmaður Grindavíkur, spilaði með fjögur brotin bein í fæti í sigri Grindavíkur á Fram í Lengjudeildinni fyrr í þessari viku.

Hann var ekki með í 3-0 sigrinum á Magna í dag. Ekki er þó útilokað að hann að spili meira á tímabilinu en í samtali við fréttaritara fyrir leikinn í dag sagðist hann vera klár í að spila ef Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, biði hann um það.

„Við ákváðum að nota hann ekki í dag. Zeba er náttúrlega karakter og mikill jaxl þannig að það þarf mikið til að brjóta hann niður," sagði Sigurbjörn í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn í dag.

„Hann vill alltaf spila og þyrfti að vera á annari löppinni til að mögulega gefa leik frá sér. Í dag var hann ekki með."

Viðtalið má sjá hér að ofan.
Bjössi Hreiðars: Keflavík geta ekki klúðrað þessu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner