Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 26. september 2021 22:47
Brynjar Ingi Erluson
Framkvæmdastjóri Dortmund: Þetta er allt saman kjaftæði
Mynd: EPA
Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Borussia Dortmund, er orðinn þreyttur á sögusögnum um norska framherjann Erling Braut Haaland en hann segir allt þetta slúður vera kjaftæði.

Haaland er einn mest spennandi knattspyrnumaður heimsins og raðar inn mörkum fyrir Dortmund.

Hann hefur verið orðaður við stærstu félög heims þá helst Chelsea, Manchester City og Real Madrid.

Þýskir miðlar hafa sagt frá því að Dortmund gæti neyðst til að selja Haaland næsta sumar vegna stöðu félagsins á hlutabréfamarkaði en Watzke segir það ekki ákveðið hvort hann yfirgefi félagið eða ekki.

„Það er ekki búið að ákveða það hvort hann yfirgefi okkur næsta sumar. Við verðum bara að skoða það. Ég heyrði að einhver hafi sagt að við yrðum að selja Haaland því við erum á hlutabréfamarkaði. Þetta er allt saman kjaftæði. Stjórnin tekur ákvörðun um það hvort einhver er seldur eða ekki," sagði Watzke.

Mino Raiola er umboðsmaður Haaland en hann hefur oft verið gagnrýndur fyrir græðgi sína. Watzke nær þó vel saman með ítalska umbanum.

„Boltinn er hjá Erling. Mér kemur vel saman með Mino Raiola og við getum rætt saman á góðu nótunum. Ég kann á hann og það er ekki rétt að segja það að hann hugsi bara um peninga. Hann hugsar um það hvað er best fyrir Erling."
Athugasemdir
banner
banner
banner