Það ganga nú sögur um það í Þýskalandi að Alexandra Popp, stærsta stjarna þýska landsliðsins, sé mögulega að leika kveðjuleik sinn með landsliðinu gegn Íslandi í dag.
Þýskaland spilar við Ísland í Bochum í dag en þetta er annar leikur liðanna í Þjóðadeildinni.
Þýskaland spilar við Ísland í Bochum í dag en þetta er annar leikur liðanna í Þjóðadeildinni.
Þýskaland byrjaði keppnina á 2-0 tapi gegn Danmörku en andrúmsloftið innan þýska landsliðsins er ekki sérlega gott þessa stundina.
Popp, sem er 32 ára, hefur ekkert viljað tjá sig um framtíð sína með landsliðinu en það er talið að hún sé að hugsa um að leggja landsliðskóna á hilluna. Hún er mjög náin landsliðsþjálfaranum, Martina Voss-Tecklenburg, en framtíð hennar er einnig í lausu lofti eftir slæmt heimsmeistaramót.
Popp hefur skorað 66 mörk í 132 landsleikjum en hún spilar með Wolfsburg og er liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur þar.
Athugasemdir