Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Haaland með á morgun og Kovacic að verða klár
Mynd: EPA
Erling Haaland kveinkaði sér þegar hann fór af velli í jafnteflinu gegn Arsenal og var ekki með Manchester City í deildabikarsigrinum gegn Burnley.

Norski sóknarmaðurinn er hinsvegar klár í slaginn fyrir deildarleikinn gegn Burnley sem verður á morgun klukkan 14.

Rayan Ait-Nouri, Rayan Cherki, Omar Marmoush og Abdukodir Khusanov verða ekki með í leiknum og Mateo Kovacic er tæpur. Króatinn Kovacic á möguleika á að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu.

„Það myndi hjálpa okkur mikið að fá Kova til baka. Hann hefur verið lengi frá eftir aðgerð en er að verða klár. Hann er ekki alveg klár en þetta þokast áfram skref fyrir skref," segir Pep Guardiola, stjóri City.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 5 5 0 0 11 5 +6 15
2 Arsenal 5 3 1 1 10 2 +8 10
3 Tottenham 5 3 1 1 10 3 +7 10
4 Bournemouth 5 3 1 1 6 5 +1 10
5 Crystal Palace 5 2 3 0 6 2 +4 9
6 Chelsea 5 2 2 1 10 5 +5 8
7 Sunderland 5 2 2 1 6 4 +2 8
8 Fulham 5 2 2 1 6 5 +1 8
9 Man City 5 2 1 2 9 5 +4 7
10 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
11 Man Utd 5 2 1 2 6 8 -2 7
12 Leeds 5 2 1 2 4 7 -3 7
13 Newcastle 5 1 3 1 3 3 0 6
14 Brighton 5 1 2 2 6 8 -2 5
15 Nott. Forest 5 1 2 2 5 9 -4 5
16 Burnley 5 1 1 3 5 8 -3 4
17 Brentford 5 1 1 3 6 10 -4 4
18 Aston Villa 5 0 3 2 1 5 -4 3
19 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
20 Wolves 5 0 0 5 3 12 -9 0
Athugasemdir
banner
banner