Jón Breki Guðmundsson er kominn með leikheimild með ÍA og getur loksins farið að spila fótbolta aftur.
Frá því að hann sneri heim frá Ítalíu í lok júní eftir lán hjá Empoli hefur Jón Breki ekki mátt spila þar sem hann fékk ekki leikheimild frá FIFA eftir skiptin til baka til Íslands.
Hann er unglingalandsliðsmaður, fæddur árið 2008, og á að baki sjö leiki fyrir U17 landsliðið. Jón Breki er uppalinn hjá KFA en gekk í raðir ÍA fyrir rúmu ári síðan.
Frá því að hann sneri heim frá Ítalíu í lok júní eftir lán hjá Empoli hefur Jón Breki ekki mátt spila þar sem hann fékk ekki leikheimild frá FIFA eftir skiptin til baka til Íslands.
Hann er unglingalandsliðsmaður, fæddur árið 2008, og á að baki sjö leiki fyrir U17 landsliðið. Jón Breki er uppalinn hjá KFA en gekk í raðir ÍA fyrir rúmu ári síðan.
Núna er leikheimildin komin í hús og gæti Jón Breki tekið þátt í síðustu fjórum leikjum ÍA á tímabilinu og lokaleik 2. flokks.
Athugasemdir