Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 26. október 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Biðja Beckham um að kynna sér mannréttindamál í Katar
David Beckham og Victoria í stúkunni.
David Beckham og Victoria í stúkunni.
Mynd: Getty Images
David Beckham, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, hefur verið beðinn um að kynna sér mannréttindamál í Katar og geta svarað spurningum um þau.

Það eru mannréttindasamtökin Amnesty International sem hvetja Beckham til að fræðast um málin en síðan tilkynnt var að HM 2022 yrði haldið í Katar hefur landið verið í sviðsljósinu vegna mannréttindamála.

Aðbúnaður verkafólks í landinu hefur verið mikið til umfjöllunar ásamt skorti á málfrelsi og kvenréttindum í landinu.

Tilkynnt var á dögunum að Beckham yrði einn af sendiherrum mótsins og eitt af andlitum keppninnar.

„Það kemur ekki á óvart að David Beckham vilji vera þátttakandi í svona stórum fótboltaviðburði en við hvetjum hann til að fræðast um mannréttindamál í Katar, sem eru mikið áhyggjuefni, og vera tilbúinn til að tala um þau," segir Sacha Deshmukh hjá Amnesty.
Athugasemdir
banner
banner
banner