Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. október 2022 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Öruggt hjá Liverpool - VAR-skandall í Lundúnum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Harry Kane skoraði undir lokin en markið var dæmt af
Harry Kane skoraði undir lokin en markið var dæmt af
Mynd: EPA
Liverpool er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur á Ajax í Amsterdam í kvöld. Þá var mikil dramatík í Lundúnum er Tottenham og Sporting gerðu 1-1 jafntefli.

Ajax setti pressu á Liverpool strax í byrjun leiks og átti Steven Berghuis skot í stöng.

Heimamenn reyndu hvað þeir gátu að koma marki á Liverpool og var Dusan Tadic nálægt því um tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiksins en Alisson og Trent Alexander-Arnold gerðu vel í að koma í veg fyrir það.

Sex mínútum síðar tókst Mohamed Salah að koma Liverpool í forystu. Liverpool vann boltann á vallarhelmingi Ajax, Jordan Henderson fann Salah sem kom boltanum framhjá markverði Ajax og í netið.

Darwin Nunez tvöfaldaði forystuna í upphafi síðari hálfleiks eftir hornspyrnu Andy Robertson og nokkrum mínútum síðar gerði Harvey Elliott þriðja mark Liverpool eftir að Salah sendi hann í gegn.

Kenneth Taylor fékk ágætis færi til að minnka muninn fyrir Ajax en hann þrumaði boltanum yfir. Liverpool hafði betur í þessari viðureign, 3-0, og er komið áfram í 16-liða úrslit en ekki er ljóst hvort liðið lendir í efsta sæti eða öðru. Það kemur í ljós er liðið mætir Napoli í lokaumferðinni.

Napoli vann Rangers á meðan, 3-0. Giovanni Simeone skoraði tvö mörk á fimm mínútum í fyrri hálfleiknum áður en norski leikmaðurinn Leo Ostigard gerði þriðja markið tíu mínútum fyrir leikslok. Napoli er á toppnum í A-riðli með fullt hús stiga.

Atlético Madríd er þá úr leik í Meistaradeildinni eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Bayer Leverkusen í Madríd. Franski vængmaðurinn Moussa Diaby kom Leverkusen yfir á 9. mínútu áður en Yannick Carrasco jafnaði metin þrettán mínútum síðar.

Callum Hudson-Odoi kom Leverkusen aftur í forystu á 29. mínútu en Rodrigo de Paul jafnaði strax í upphafi síðari hálfleiks.

Lokamínútur leiksins voru heldur betur dramatískar en þegar níu mínútur voru komnar í uppbótartíma fékk Atlético vítaspyrnu er varnarmaður Leverkusen handlék knöttinn. Carrasco fór á punktinn en Lukasz Hradecky sá við honum.

Þetta þýðir að Atlético er úr leik í Meistaradeildinni og á ekki möguleika á að komast í 16-liða úrslitin. Porto er komið áfram.

Bayern München vann þá öruggan 3-0 sigur á Barcelona á Nou Camp í C-riðli. Barcelona var úr leik í Meistaradeildinni fyrir leikinn eftir að Inter vann Viktoria Plzen, 4-0.

Sadio Mané skoraði á 10. mínútu eftir glæsilega skyndisókn en Serge Gnabry átti glæsilega sendingu á Mané sem skoraði með góðu skoti.

Eric Choupo-Moting gerði annað mark Bayern á 31. mínútu og aftur var það Gnabry með undirbúninginn. Bayern komst nálægt því að bæta við þriðja markinu undir lokin en Börsungar björguðu á línu.

Dómari leiksins dæmdi vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks er Matthijs de Ligt braut á Robert Lewandowski, en tók það til baka eftir að hafa skoðað atvikið í VAR.

Gnabry kom boltanum í netið á 55. mínútu leiksins með glæsilegu skoti en mark hans var tekið þar sem hann var aðeins fyrir innan er hann fékk boltann.

Þriðja mark Bayern kom undir lokin er Benjamin Pavard og aftur eftir sendingu frá Gnabry. Þrjár stoðsendingar frá honum. Lokatölur 3-0 fyrir Bayern sem er með fullt hús stiga en Barcelona auðvitað úr leik og mun spila í Evrópudeildinni eftir áramót.

Í D-riðli vann Eintracht Frankfurt 2-1 sigur á Marseille og tókst liðinu að gera lokaumferðina spennandi en á meðan gerði Tottenham 1-1 jafntefli við Sporting í Lundúnum.

Marcus Edwards, fyrrum leikmaður Tottenham, kom Sporting yfir á 22. mínútu leiksins með laglegu skoti framhjá Hugo Lloris.

Allur síðari hálfleikurinn hjá Tottenham fór í það að leita að jöfnunarmarki og það skilaði sér á 80. mínútu. Það kom eftir hornspyrnu Ivan Perisic en Rodrigo Bentancur stýrði boltanum í netið og staðan jöfn.

Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma taldi Harry Kane sig hafa skorað sigurmarkið. Perisic kom með fyrirgjöf inn í teiginn og hélt Emerson Royal sókninni á lífi með því að koma boltanum á Kane sem skoraði. VAR tók markið af þar sem Kane var í rangstöðu en þegar endursýningar eru skoðaðar virðist sá dómur hafa verið rangur.

Lokatölur 1-1 í Lundúnum. Tottenham heldur toppsætinu með 8 stig en Sporting er í öðru sæti með 7 stig. Það verður rosaleg lokaumferð framundan í D-riðlinum.

Úrslit og markaskorarar:

A-riðill:

Ajax 0 - 3 Liverpool
0-1 Mohamed Salah ('42 )
0-2 Darwin Nunez ('49 )
0-3 Harvey Elliott ('52 )

Napoli 3 - 0 Rangers
1-0 Giovanni Simeone ('11 )
2-0 Giovanni Simeone ('16 )
3-0 Leo Ostigard ('80 )

B-riðill:

Atletico Madrid 2 - 2 Bayer
0-1 Moussa Diaby ('9 )
1-1 Yannick Carrasco ('22 )
1-2 Callum Hudson-Odoi ('29 )
2-2 Rodrigo De Paul ('50 )
2-2 Yannick Carrasco ('90 , Misnotað víti)

C-riðill:

Barcelona 0 - 3 Bayern
0-1 Sadio Mane ('10 )
0-2 Eric Choupo-Moting ('31 )
0-3 Benjamin Pavard ('90 )

D-riðill:

Tottenham 1 - 1 Sporting
0-1 Marcus Edwards ('22 )
1-1 Rodrigo Bentancur ('80 )

Eintracht Frankfurt 2 - 1 Marseille
1-0 Daichi Kamada ('3 )
1-1 Matteo Guendouzi ('22 )
2-1 Randal Kolo Muani ('27 )
Athugasemdir
banner
banner