banner
   þri 26. nóvember 2019 20:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd telur sig leiða kapphlaupið um Sancho
Jadon Sancho er 19 ára.
Jadon Sancho er 19 ára.
Mynd: Getty Images
Fram kemur hjá The Telegraph að Manchester United telji sig vera að vinna kapphlaupið um kantmanninn Jadon Sancho hjá Borussia Dortmund.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, er sagður sjá Sancho sem mikilvægan hluta af plönum sínum.

Hinn 19 ára gamli Sancho yfirgaf Manchester City árið 2017 og fór þá til Þýskalands, til Dortmund. Þar hefur hann staðið sig mjög vel, en hann er talinn ósáttur við hegðun Dortmund í sinn garð á þessu tímabili.

Sancho mun væntanlega ekki fara frá Dortmund í janúar, en góðar líkur virðast vera á því að hann færi sig um set næsta sumar. Hann er sagður á óskalista félaga eins og Man Utd, Liverpool, Barcelona og Real Madrid.

United telur sig vera með forskot í kapphlaupinu að sögn James Ducker hjá Telegraph.

Solskjær vildi fá Sancho síðasta sumar, en þá gekk það ekki upp.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner