Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 26. nóvember 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Þurfum bara að fara yfir Chelsea, City og Liverpool
Arnar Gunnlaugs
Arnar Gunnlaugs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segist ekki geta verið sáttari með að fá þá Davíð Örn Atlason og Karl Friðleif Gunnarsson til félagsins frá Breiðabliki. Leikmennirnir voru kynntir í dag og var Arnar til viðtals í kjölfarið.

„Ég er sammála Kára, þetta eru hægri bakverðir sem geta spilað fleiri stöðu og ég held að allir sem fylgjast með nútímafótbolta vita hversu mikilvægu hlutverki bakverðir sinna hjá sínum liðum. Við þurfum bara að fara yfir Chelsea, City og Liverpool. Þetta bíður upp á marga möguleika á að spila með þriggja manna vörn með sóknarsinnaða vængbakverði," sagði Arnar.

Þeir Ben Chilwell, Reece James, Trent Alexander-Arnold og Joao Cancelo hafa allir átt frábært tímabil sem bakverðir/vængbakverðir hjá ensku toppliðunum.

„Davíð og Kalli geta báðir spilað vinstri bakvörð og við erum að undirbúa það að Atli Barkarson sé mögulega á förum. Þá erum við búnir að tryggja okkur þjónustu bestu bakvarðanna á Íslandi."

Varstu ósáttur við Davíð að hafa farið til Breiðabliks síðasta vetur?

„Nei, alls ekki. Það er mjög gott á milli okkar. Við óskuðum honum alls hins besta. Núna kom upp óvænt tækifæri til að fá hann til baka og við erum alveg á því að ef að Víkingur er á lausu og hann A: getur eitthvað og B: er „fit" - þá eigum við að gera hvað sem í valdi okkar stendur til að fá svoleiðis leikmenn til baka. Sem betur fer hafði Breiðablik skilning á því, Davíð vildi koma og því var þetta fullkomlega sett upp."

Það er orðin hefð hjá Víkingi að ná í leikmenn og tilkynna þá rétt fyrir stórleiki. Víkingur mætir Val í Bose-mótinu á morgun.

„Já, ballið er bara að byrja aftur. Við höfum tapað þremur leikjum á árinu 2021 og við ætlum að halda okkar sigurgöngu áfram. Það er hrikalega mikil ábyrgð að vera í Víkingi, þú þarft að vinna alla leiki, sama í hvaða móti það er og hingað til hafa strákarnir svarað þeirri ábyrgð. Á morgun verður engin breyting þar á. Þetta er ekki æfingaleikur í okkar huga. Við ætlum að reyna vinna leikinn og reyna vinna þetta mót," sagði Arnar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner