Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fös 26. nóvember 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Þurfum bara að fara yfir Chelsea, City og Liverpool
Arnar Gunnlaugs
Arnar Gunnlaugs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segist ekki geta verið sáttari með að fá þá Davíð Örn Atlason og Karl Friðleif Gunnarsson til félagsins frá Breiðabliki. Leikmennirnir voru kynntir í dag og var Arnar til viðtals í kjölfarið.

„Ég er sammála Kára, þetta eru hægri bakverðir sem geta spilað fleiri stöðu og ég held að allir sem fylgjast með nútímafótbolta vita hversu mikilvægu hlutverki bakverðir sinna hjá sínum liðum. Við þurfum bara að fara yfir Chelsea, City og Liverpool. Þetta bíður upp á marga möguleika á að spila með þriggja manna vörn með sóknarsinnaða vængbakverði," sagði Arnar.

Þeir Ben Chilwell, Reece James, Trent Alexander-Arnold og Joao Cancelo hafa allir átt frábært tímabil sem bakverðir/vængbakverðir hjá ensku toppliðunum.

„Davíð og Kalli geta báðir spilað vinstri bakvörð og við erum að undirbúa það að Atli Barkarson sé mögulega á förum. Þá erum við búnir að tryggja okkur þjónustu bestu bakvarðanna á Íslandi."

Varstu ósáttur við Davíð að hafa farið til Breiðabliks síðasta vetur?

„Nei, alls ekki. Það er mjög gott á milli okkar. Við óskuðum honum alls hins besta. Núna kom upp óvænt tækifæri til að fá hann til baka og við erum alveg á því að ef að Víkingur er á lausu og hann A: getur eitthvað og B: er „fit" - þá eigum við að gera hvað sem í valdi okkar stendur til að fá svoleiðis leikmenn til baka. Sem betur fer hafði Breiðablik skilning á því, Davíð vildi koma og því var þetta fullkomlega sett upp."

Það er orðin hefð hjá Víkingi að ná í leikmenn og tilkynna þá rétt fyrir stórleiki. Víkingur mætir Val í Bose-mótinu á morgun.

„Já, ballið er bara að byrja aftur. Við höfum tapað þremur leikjum á árinu 2021 og við ætlum að halda okkar sigurgöngu áfram. Það er hrikalega mikil ábyrgð að vera í Víkingi, þú þarft að vinna alla leiki, sama í hvaða móti það er og hingað til hafa strákarnir svarað þeirri ábyrgð. Á morgun verður engin breyting þar á. Þetta er ekki æfingaleikur í okkar huga. Við ætlum að reyna vinna leikinn og reyna vinna þetta mót," sagði Arnar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner