Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 26. nóvember 2021 19:59
Victor Pálsson
Conte: Ég er enginn töframaður
Mynd: EPA
Antonio Conte, stjóri Tottenham, segir að hann sé enginn töframaður og þarf mun meiri tíma til að snúa gengi liðsins við.

Tottenham tapaði virkilega óvænt í Sambandsdeildinni í gær gegn smáliði Mura en það síðarnefnda hafði betur 2-1 á heimavelli.

Conte sá hans tíu menn tapa þessum leik en Ryan Sessegnon fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik.

Conte tók við af Nuno Santo fyrr á þessari leiktíð en Tottenham hefur alls ekki verið sannfærandi undanfarna mánuði.

„Við þurfum að gera mun betur í mörgum hlutum. Í fótbolta þá er mikilvægt að sjá, hvar ert þú núna? Hvað viltu í framhaldinu? Við þurfum að bæta svo marga hluti," sagði Conte.

„Liðið er stórkostlegt að utan, að byggja nýjan völl og framvegis en nú erum við á eftir öðrum."

„Það er mikilvægt að vita þetta því ég er enginn töframaður og eftir þrjár vikur þá hef ég áttað mig á því að ég er með leikmenn sem vilja leggja sig fram og vinna en stundum er það ekki nóg."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner