Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fös 26. nóvember 2021 12:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kalli: Sá ekki fyrir mér að vera áfram hjá Breiðabliki
Karl Friðleifur
Karl Friðleifur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur staðfesti í dag kaupinn á Karli Friðleifi Gunnarssyni frá Breiðabliki. Kalli lék á láni hjá Víkingi í sumar og varð Íslands- og bikarmeistari. Hann er tvítugur og getur spilað sem miðvörður í þriggja miðvarða kerfi, bakvörður, vængbakvörður og kantmaður.

Fótbolti.net spjallaði við Kalla í dag og má sjá viðtalið í heild í spilaranum að ofan.

„Mér líður bara frábærlega, gott að vera búinn að klára þetta. Nei, þetta var svo sem ekki langt ferli en landsliðsverkefnið hægði aðeins á þessu en fljótlega eftir það var þetta klárað," sagði Kalli sem skrifar undir þriggja ára samning.

„Já, ég er gríðarlega sáttur, tók fund með stjórn Breiðabliks og er hrikalega þakklátur þeim að skilja mína skoðun og skilja hvað væri best fyrir mig."

Kom til greina að vera áfram hjá Breiðabliki?

„Ég myndi ekki segja það. Eins og hlutirnir hafa verið hér og það sem hefur verið í gangi í Víkinni þá sá ég ekki fyrir mér vera áfram leikmaður Breiðabliks."

Hvernig líst þér á að fá Davíð Örn Atlason í liðið?

„Mér líst hrikalega vel á það. Við æfðum saman í tvær vikur hjá Breiðabliki. Hann er toppleikmaður sem mun styrkja hópinn."

Kalli segist vita af áhuga frá erlendum félögum en hann er ekki klár á því hvort hann semji við erlent félag í vetur. „Það verður að koma í ljós. Við bíðum og sjáum, ég er hrikalega spenntur fyrir næsta tímabili hér í Víkingi."

Hann var spurður út í U21 árs landsliðið og hvernig Víkingur geti gert betri hluti en að vinna tvennuna eins og í sumar.

Lokaspurningin var út í hlutverkið hans næsta sumar. Er möguleiki á því að hann verði í öðru hlutverki?

„Já, ég held að það verði aðeins breytt. Við erum að missa Sölva og Kára og fáum inn Kyle og Davíð. Við munum að mínu mati vera með fljótari varnarlínu þannig við gætum séð breytingar," sagði Kalli að lokum.

Meira um Kalla:
Víkingur í viðræðum við Breiðablik - „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma" (29. okt)
Með smá grænt í hjartanu en vonar innilega að Víkingur vinni titilbaráttuna (17. sept)
Athugasemdir
banner