Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 26. nóvember 2021 12:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kalli: Sá ekki fyrir mér að vera áfram hjá Breiðabliki
Karl Friðleifur
Karl Friðleifur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur staðfesti í dag kaupinn á Karli Friðleifi Gunnarssyni frá Breiðabliki. Kalli lék á láni hjá Víkingi í sumar og varð Íslands- og bikarmeistari. Hann er tvítugur og getur spilað sem miðvörður í þriggja miðvarða kerfi, bakvörður, vængbakvörður og kantmaður.

Fótbolti.net spjallaði við Kalla í dag og má sjá viðtalið í heild í spilaranum að ofan.

„Mér líður bara frábærlega, gott að vera búinn að klára þetta. Nei, þetta var svo sem ekki langt ferli en landsliðsverkefnið hægði aðeins á þessu en fljótlega eftir það var þetta klárað," sagði Kalli sem skrifar undir þriggja ára samning.

„Já, ég er gríðarlega sáttur, tók fund með stjórn Breiðabliks og er hrikalega þakklátur þeim að skilja mína skoðun og skilja hvað væri best fyrir mig."

Kom til greina að vera áfram hjá Breiðabliki?

„Ég myndi ekki segja það. Eins og hlutirnir hafa verið hér og það sem hefur verið í gangi í Víkinni þá sá ég ekki fyrir mér vera áfram leikmaður Breiðabliks."

Hvernig líst þér á að fá Davíð Örn Atlason í liðið?

„Mér líst hrikalega vel á það. Við æfðum saman í tvær vikur hjá Breiðabliki. Hann er toppleikmaður sem mun styrkja hópinn."

Kalli segist vita af áhuga frá erlendum félögum en hann er ekki klár á því hvort hann semji við erlent félag í vetur. „Það verður að koma í ljós. Við bíðum og sjáum, ég er hrikalega spenntur fyrir næsta tímabili hér í Víkingi."

Hann var spurður út í U21 árs landsliðið og hvernig Víkingur geti gert betri hluti en að vinna tvennuna eins og í sumar.

Lokaspurningin var út í hlutverkið hans næsta sumar. Er möguleiki á því að hann verði í öðru hlutverki?

„Já, ég held að það verði aðeins breytt. Við erum að missa Sölva og Kára og fáum inn Kyle og Davíð. Við munum að mínu mati vera með fljótari varnarlínu þannig við gætum séð breytingar," sagði Kalli að lokum.

Meira um Kalla:
Víkingur í viðræðum við Breiðablik - „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma" (29. okt)
Með smá grænt í hjartanu en vonar innilega að Víkingur vinni titilbaráttuna (17. sept)
Athugasemdir
banner