Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
   fös 26. nóvember 2021 12:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kalli: Sá ekki fyrir mér að vera áfram hjá Breiðabliki
Karl Friðleifur
Karl Friðleifur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur staðfesti í dag kaupinn á Karli Friðleifi Gunnarssyni frá Breiðabliki. Kalli lék á láni hjá Víkingi í sumar og varð Íslands- og bikarmeistari. Hann er tvítugur og getur spilað sem miðvörður í þriggja miðvarða kerfi, bakvörður, vængbakvörður og kantmaður.

Fótbolti.net spjallaði við Kalla í dag og má sjá viðtalið í heild í spilaranum að ofan.

„Mér líður bara frábærlega, gott að vera búinn að klára þetta. Nei, þetta var svo sem ekki langt ferli en landsliðsverkefnið hægði aðeins á þessu en fljótlega eftir það var þetta klárað," sagði Kalli sem skrifar undir þriggja ára samning.

„Já, ég er gríðarlega sáttur, tók fund með stjórn Breiðabliks og er hrikalega þakklátur þeim að skilja mína skoðun og skilja hvað væri best fyrir mig."

Kom til greina að vera áfram hjá Breiðabliki?

„Ég myndi ekki segja það. Eins og hlutirnir hafa verið hér og það sem hefur verið í gangi í Víkinni þá sá ég ekki fyrir mér vera áfram leikmaður Breiðabliks."

Hvernig líst þér á að fá Davíð Örn Atlason í liðið?

„Mér líst hrikalega vel á það. Við æfðum saman í tvær vikur hjá Breiðabliki. Hann er toppleikmaður sem mun styrkja hópinn."

Kalli segist vita af áhuga frá erlendum félögum en hann er ekki klár á því hvort hann semji við erlent félag í vetur. „Það verður að koma í ljós. Við bíðum og sjáum, ég er hrikalega spenntur fyrir næsta tímabili hér í Víkingi."

Hann var spurður út í U21 árs landsliðið og hvernig Víkingur geti gert betri hluti en að vinna tvennuna eins og í sumar.

Lokaspurningin var út í hlutverkið hans næsta sumar. Er möguleiki á því að hann verði í öðru hlutverki?

„Já, ég held að það verði aðeins breytt. Við erum að missa Sölva og Kára og fáum inn Kyle og Davíð. Við munum að mínu mati vera með fljótari varnarlínu þannig við gætum séð breytingar," sagði Kalli að lokum.

Meira um Kalla:
Víkingur í viðræðum við Breiðablik - „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma" (29. okt)
Með smá grænt í hjartanu en vonar innilega að Víkingur vinni titilbaráttuna (17. sept)
Athugasemdir
banner