Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   fös 26. nóvember 2021 12:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kalli: Sá ekki fyrir mér að vera áfram hjá Breiðabliki
Karl Friðleifur
Karl Friðleifur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur staðfesti í dag kaupinn á Karli Friðleifi Gunnarssyni frá Breiðabliki. Kalli lék á láni hjá Víkingi í sumar og varð Íslands- og bikarmeistari. Hann er tvítugur og getur spilað sem miðvörður í þriggja miðvarða kerfi, bakvörður, vængbakvörður og kantmaður.

Fótbolti.net spjallaði við Kalla í dag og má sjá viðtalið í heild í spilaranum að ofan.

„Mér líður bara frábærlega, gott að vera búinn að klára þetta. Nei, þetta var svo sem ekki langt ferli en landsliðsverkefnið hægði aðeins á þessu en fljótlega eftir það var þetta klárað," sagði Kalli sem skrifar undir þriggja ára samning.

„Já, ég er gríðarlega sáttur, tók fund með stjórn Breiðabliks og er hrikalega þakklátur þeim að skilja mína skoðun og skilja hvað væri best fyrir mig."

Kom til greina að vera áfram hjá Breiðabliki?

„Ég myndi ekki segja það. Eins og hlutirnir hafa verið hér og það sem hefur verið í gangi í Víkinni þá sá ég ekki fyrir mér vera áfram leikmaður Breiðabliks."

Hvernig líst þér á að fá Davíð Örn Atlason í liðið?

„Mér líst hrikalega vel á það. Við æfðum saman í tvær vikur hjá Breiðabliki. Hann er toppleikmaður sem mun styrkja hópinn."

Kalli segist vita af áhuga frá erlendum félögum en hann er ekki klár á því hvort hann semji við erlent félag í vetur. „Það verður að koma í ljós. Við bíðum og sjáum, ég er hrikalega spenntur fyrir næsta tímabili hér í Víkingi."

Hann var spurður út í U21 árs landsliðið og hvernig Víkingur geti gert betri hluti en að vinna tvennuna eins og í sumar.

Lokaspurningin var út í hlutverkið hans næsta sumar. Er möguleiki á því að hann verði í öðru hlutverki?

„Já, ég held að það verði aðeins breytt. Við erum að missa Sölva og Kára og fáum inn Kyle og Davíð. Við munum að mínu mati vera með fljótari varnarlínu þannig við gætum séð breytingar," sagði Kalli að lokum.

Meira um Kalla:
Víkingur í viðræðum við Breiðablik - „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma" (29. okt)
Með smá grænt í hjartanu en vonar innilega að Víkingur vinni titilbaráttuna (17. sept)
Athugasemdir
banner
banner
banner