Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 26. nóvember 2021 08:50
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vill fá Vlahovic og Milinkovic-Savic
Powerade
Dusan Vlahovic.
Dusan Vlahovic.
Mynd: Getty Images
Sergej Milinkovic-Savic.
Sergej Milinkovic-Savic.
Mynd: Getty Images
Sterling, Vlahovic, Zidane, Pochettino, Rangnick, Zinchenko, Milinkovic-Savic og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tekur saman það helsta í slúðrinu.

Manchester City mun leggja aukna áherslu á að ná samkomulagi við Raheem Sterling (26) um nýjan langtímasamning. Barcelona hefur áhug á honum. (Telegraph)

Manchester United hefur blandað sér í hóp með Tottenham, Newcastle og fleiri félögum sem vilja fá serbneska framherjann Dusan Vlahovic (21) frá Fiorentina. (Mail)

Paris St-Germain hefur rætt við Zinedine Zidane en félagið býr sig undir að Mauricio Pochettino taki mögulega við Manchester United. (Le Parisien)

Ralf Rangnick, sem er að fara að taka við Manchester United sem bráðabirgðasjtóri, hafnaði samningstilboði frá félaginu áður en hann samdi eftir að hafa fengið endurbætt tilboð. (Manchester Evening News)

Manchester United vill enn fá Pochettino til að taka við sem stjóri næsta sumar. (90 Min)

Úkraínski landsliðsmaðurinn Oleksandr Zinchenko (24) hjá Manchester City er meðal leikmanna sem Newcastle ætlar að reyna að fá í janúar. (Mail)

Sergej Milinkovic-Savic (26), miðjumaður Lazio, er á meðal leikmanna sem Manchester United skoðar sem kost til að fá í staðinn fyrir Paul Pogba (28) en sammingur Frakkans rennur út í sumar. (Fichajes)

Chelsea hefur stigið stórt skref í átt að því að ná samkomulagi við danska varnarmanninn Andreas Christensen (25) um nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar. (Football Insider)

Barcelona hyggst gera tilboð í sóknarmanninn Arthur Cabral (23) hjá Basel. Katalónska félagið þarf að selja nokkra leikmenn áður en það reynir við Brasilíumanninn. (Goal)

Króatíski vængmaðurinn Ivan Perisic (32) hjá Inter segir að allt sé mögulegt og hlutirnir skýrist á næstu vikum þegar hann er spurður út í framtíð sína. (Mediaset Infinity)

Inter vonast til þess að króatíski miðjumaðurinn Marcelo Brozovic (29) geri nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út í sumar. (90 min)

Stefano Pioli (56) skrifar undir nýjan tveggja ára samning sem stjóri AC Milan í dag. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner