
Þessi stundina er hörku leikur í gangi í C-riðli en þar eru Pólland og Sádí-Arabía að spila gífurlega mikilvægan leik upp á framhaldið.
Með sigri getur Sádi-Arabía komist áfram í sextán liða úrslitin en liðið vann Argentínu í fyrsta leik á meðan Pólland gerði jafntefli gegn Mexíkó.
Piotr Zielinski kom Pólland yfir á 39. mínútu leiksins en hann þrumaði þá knettinum frábærlega upp í þaknetið eftir flottan undirbúning frá fyrirliðanum Robert Lewandowski.
Stuttu síðar eða á 45. mínútu fékk Sádí-Arabía vítaspyrnu eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið í VAR skjánum.
Al Dawsari klikkaði á vítaspyrnunni en Wojciech Szczesny varði mjög vel. Hann gerði sér lítið fyrir og varði líka frákastið á stórkostlegan hátt.
Ljóst er að það verður mikið fjör í síðari hálfleiknum.
Hérna má sjá vítaspyrnudóminn og vörsluna mögnuðu frá Szczesny.
Pólverjar geta þakkað markverðinum Wojciech Szczesny sem var besti maður vallarins gegn Sádum. En var þetta víti? pic.twitter.com/aafamK3fkD
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2022
Hér má sjá markið hjá Zielinski.
Piotr Zielinski has been directly involved in 14 goals for club and country combined in 2022-23, with an exact split between goals (7) and assists (7).
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 26, 2022
[@OptaJoe] #POL | #FIFAWorldCup pic.twitter.com/dt2U2iK0Cr