Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   sun 26. nóvember 2023 16:42
Brynjar Ingi Erluson
Carlos gaf Gil olnbogaskot en slapp við spjald - „Hann er kjáni“
Diego Carlos
Diego Carlos
Mynd: Getty Images
Bryan Gil varð fyrir barðinu á Carlos snemma leiks
Bryan Gil varð fyrir barðinu á Carlos snemma leiks
Mynd: EPA
Brasilíski varnarmaðurinn Diego Carlos slapp við rautt spjald í 2-1 sigri Aston Villa á Tottenham í Lundúnum í dag.

Carlos gaf Bryan Gil, leikmanni Tottenham, olnboga skot í fyrri hálfleiknum, en dómari leiksins og VAR misstu af atvikinu.

Afar klaufalegt atvik en Carlos slapp við spjald og áfram hélt leikurinn, en það var vakið athygli á þessu í hálfleik í myndveri Sky.

„Hann er kjáni og ótrúlega heppinn,“ sagði Roy Keane, sparkspekingur á Sky Sports yfir leiknum.



VAR hafði nóg að gera í leiknum. Fjögur mörk voru dæmd af liðunum, þar á meðal þrjú af Heung-Min Son.

Tottenham var að tapa þriðja deildarleik sínum í röð og tókst Aston Villa með sigrinum að komast upp fyrir Lundúnarliðið og í 4. sætið.
Athugasemdir
banner
banner