Dagur Dan Þórhallsson og félagar hans í Orlando City eru úr leik í úrslitakeppni MLS-deildarinnar eftir 2-0 tap gegn Columbus Crew í nótt.
Orlando komst alla leið í 8-liða úrslit en tapaði eftir framlengdan leik.
Dagur var í byrjunarliði Orlando og spilaði hægri bakverðinum eins og hann hefur gert svo vel á þessari leiktíð.
Orlando var með smá forskot á Columbus með því að spila á heimavelli sínum, en Rodrigo Schlegel, liðsfélagi Dags, fékk að líta sitt annað gula spjald þrettán mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.
Í framlengingunni skoraði Columbus tvö mörk og tryggði sig áfram í undanúrslitin.
Orlando náði fíansta árangri á tímabilinu í heild sinni. Liðið mun til að mynda spila í Meistaradeild Mið- og Norður-Ameríku á næsta ári.
Aðeins einn Íslendingur er eftir í úrslitakeppninni en það er Þorleifur Úlfarsson, sem er á mála hjá Houston Dynamo. Lið hans mætir Sporting Kansas City um miðnætti í kvöld.
City fam, you brought it all season. Thank you ???? pic.twitter.com/hdT7LpWi9a
— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) November 26, 2023
Athugasemdir