Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 26. nóvember 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Róbert Hauksson.
Róbert Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert fagnar marki með Leikni síðasta sumar.
Róbert fagnar marki með Leikni síðasta sumar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er hrikalega spenntur að byrja. Þetta er mikið verkefni sem er í gangi og ég er spenntur að taka þátt í því," segir Róbert Hauksson, nýr leikmaður Fram, í samtali við Fótbolta.net.

Róbert, sem er fæddur árið 2001, hafði leikið með Leikni frá 2022 en í sumar spilaði hann 15 leiki í Lengjudeildinni og skoraði fimm mörk. Hann leikur yfirleitt á kantinum.

Róbert er uppalinn hjá Þrótti Reykjavík og lék þar stórt hlutverk áður en hann fór til Leiknis fyrir Bestu deildina 2022. En núna hefst nýr kafli hjá Fram.

„Í lok tímabils talar Fram við Leikni og biður um leyfi að fá að ræða við mig. Síðan fer ég á fund með Rúnari (Kristinssyni) og Gareth (Owen). Ég er í sjálfu sér seldur eftir þann fund. Ég þurfti ekki að hugsa mig mikið um eftir að þeir útskýrðu planið," segir Róbert.

Það er erfitt að segja nei við Rúnar Kristinsson.

„Það er svolítið erfitt. Þetta er maður sem kann að ná árangri. Ég held að ég geti lært helling af honum. Það verður mjög flott að spila hjá honum."

Lærði helling hjá Leikni
Róbert segir að Fram sé félag sem eigi að gæla við að vera í topp sex og jafnvel um að komast í Evrópu. Það sé mikil uppsveifla í Úlfarsárdalnum.

Róbert hefði viljað gera betur með Leikni en hann segir að tíminn þar hafi verið skemmtilegur og liðið flott.

„Þetta var virkilega skemmtilegur tími, flott lið og ég lærði helling þarna. Að því leytinu til var þetta mjög góður tími en hann einkenndist af einhverju leyti að vonbrigðum. Að tapa í umspilinu í fyrra og komast ekki í það í ár," segir Róbert.

„Ég kveð Leikni með miklum söknuði, það er ekki spurning."

Það eru spennandi tímar framundan. „Já, heldur betur. Ég er hrikalega spenntur og ég held að þetta verði frábært. Líf framherjans snýst um mörk og ég er að gæla við einhverja tölu í huganum. Draumurinn er að komast yfir tíu mörk og sjá hvert það tekur mann," sagði Róbert að lokum.

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner