Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 26. nóvember 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Róbert Hauksson.
Róbert Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert fagnar marki með Leikni síðasta sumar.
Róbert fagnar marki með Leikni síðasta sumar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er hrikalega spenntur að byrja. Þetta er mikið verkefni sem er í gangi og ég er spenntur að taka þátt í því," segir Róbert Hauksson, nýr leikmaður Fram, í samtali við Fótbolta.net.

Róbert, sem er fæddur árið 2001, hafði leikið með Leikni frá 2022 en í sumar spilaði hann 15 leiki í Lengjudeildinni og skoraði fimm mörk. Hann leikur yfirleitt á kantinum.

Róbert er uppalinn hjá Þrótti Reykjavík og lék þar stórt hlutverk áður en hann fór til Leiknis fyrir Bestu deildina 2022. En núna hefst nýr kafli hjá Fram.

„Í lok tímabils talar Fram við Leikni og biður um leyfi að fá að ræða við mig. Síðan fer ég á fund með Rúnari (Kristinssyni) og Gareth (Owen). Ég er í sjálfu sér seldur eftir þann fund. Ég þurfti ekki að hugsa mig mikið um eftir að þeir útskýrðu planið," segir Róbert.

Það er erfitt að segja nei við Rúnar Kristinsson.

„Það er svolítið erfitt. Þetta er maður sem kann að ná árangri. Ég held að ég geti lært helling af honum. Það verður mjög flott að spila hjá honum."

Lærði helling hjá Leikni
Róbert segir að Fram sé félag sem eigi að gæla við að vera í topp sex og jafnvel um að komast í Evrópu. Það sé mikil uppsveifla í Úlfarsárdalnum.

Róbert hefði viljað gera betur með Leikni en hann segir að tíminn þar hafi verið skemmtilegur og liðið flott.

„Þetta var virkilega skemmtilegur tími, flott lið og ég lærði helling þarna. Að því leytinu til var þetta mjög góður tími en hann einkenndist af einhverju leyti að vonbrigðum. Að tapa í umspilinu í fyrra og komast ekki í það í ár," segir Róbert.

„Ég kveð Leikni með miklum söknuði, það er ekki spurning."

Það eru spennandi tímar framundan. „Já, heldur betur. Ég er hrikalega spenntur og ég held að þetta verði frábært. Líf framherjans snýst um mörk og ég er að gæla við einhverja tölu í huganum. Draumurinn er að komast yfir tíu mörk og sjá hvert það tekur mann," sagði Róbert að lokum.

Allt viðtalið er í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner