Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. janúar 2023 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Frábær stemning í Brasilíu: Einungis konur og börn á vellinum
Mynd: EPA

Brasilíska knattspyrnusambandið ákvað að refsa Atletico Paranaense fyrir ólæti stuðningsmanna á tímabilinu. Stuðningsmenn félagsins eru orðnir þekktir fyrir að beita ofbeldi og vera með læti á leikjum liðsins og því voru þeir bannaðir frá síðasta heimaleik.


Í stað þess að loka leikvanginum var ákveðið að selja aðeins miða til kvenna og barna. Um leið var ákveðið að breyta miðaverðinu yfir í matargjöf sem verður dreift til fátækra í nánasta umhverfi við heimavöll Atletico Paranaense.

Það mættu rúmlega 32 þúsund stuðningsmenn á völlinn sem tekur um 42 þúsund í sæti og var gjörsamlega frábær stemning á vellinum.

Konurnar og börnin létu svo sannarlega í sér heyra á meðan á leiknum stóð og er hægt að sjá myndband af látunum hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner