Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. janúar 2023 21:48
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Góðir sigrar fyrir Bologna og Salernitana
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Það fóru tveir leikir fram í ítalska boltanum í kvöld þar sem Bologna og Salernitana náðu sér í þrjú stig hvort í neðri hluta Serie A deildarinnar.


Bologna tók á móti Spezia og vann verðskuldaðan 2-0 sigur eftir að hafa sýnt mikla yfirburði. Stefan Posch og Riccardo Orsolini gerðu mörkum í sitthvorum hálfleiknum og fer Bologna upp í efri hluta deildarinnar með þessum sigri.

Bologna er í níunda sæti, með 26 stig eftir 20 umferðir, á meðan Spezia er í sextánda sæti með 18 stig.

Þórir Jóhann Helgason var þá ónotaður varamaður er Lecce tapaði heimaleik gegn Salernitana.

Boulaye Dia kom gestunum frá Salerno yfir snemma leiks og lagði svo upp fyrir Tonny Vilhena svo staðan var orðin 0-2 eftir 20 mínútur.

Gabriel Strefezza svaraði með marki fyrir Lecce skömmu síðar en heimamönnum tókst ekki að jafna þrátt fyrir mikið af marktilraunum. Gestunum tókst heldur ekki að bæta marki við þrátt fyrir góð tækifæri.

Lokatölur urðu því 1-2 og er aðeins eitt stig sem skilur liðin að í 14.-15. sæti deildarinnar.

Bologna 2 - 0 Spezia
1-0 Stefan Posch ('37 )
2-0 Riccardo Orsolini ('77 )

Lecce 1 - 2 Salernitana
0-1 Boulaye Dia ('5 )
0-2 Tonny Vilhena ('20 )
1-2 Gabriel Strefezza ('23 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner