Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. janúar 2023 13:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KR í viðræðum um að fá Jakob Franz
Jakob bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Rúmeníu í milliriðlum fyrir EM í U19 á síðasta ári.
Jakob bar fyrirliðabandið þegar Ísland mætti Rúmeníu í milliriðlum fyrir EM í U19 á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er KR í viðræðum við Venezia um að fá varnarmanninn Jakob Franz Pálsson á láni út komandi tímabil.

Jakob er uppalinn í Þór en fór eftir tímabilið 2020 til Venezia á lánssamningi. Í þeim samningi var forkaupsréttur sem Venezia nýtti sér.

Jakob varð tvítugur fyrr í þessum mánuði og lék fyrri hluta tímabilsins á láni hjá FC Chiasso í Sviss.

KR hefur áhuga á því að fá Jakob í sínar raðir. Jakob getur bæði spilað sem bakvörður og miðvörður.

Hann lék í nóvember sinn fyrsta U21 landsleik þegar íslenska liðið mætti Skotum í vináttuleik. Hann á að baki 22 leiki fyrir yngri landsliðin.

Komnir
Luke Rae frá Gróttu

Farnir
Arnór Sveinn Aðalsteinsson í Breiðablik
Beitir Ólafsson hættur
Emil Ásmundsson í Fylki
Kjartan Henry Finnbogason í FH
Pálmi Rafn Pálmason hættur
Þorsteinn Már Ragnarsson hættur
Athugasemdir
banner
banner
banner