Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. febrúar 2021 14:07
Victor Pálsson
Byrjunarlið West Brom og Brighton - Síðasti séns heimaliðsins?
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion þarf í raun á kraftaverki að halda ætli liðið að halda sér í ensku úrvalsdeildinni fyrir næstu leiktíð.

West Brom er með 14 stig í næst neðsta sæti deildarinnar og er heilum 11 stigum frá öruggu sæti.

Liðið getur þó byrjað að gefa sér von í dag er Brighton kemur í heimsókn í 26. umferð úrvalsdeildarinnar.

Brighton hefur sjálft verið í basli í vetur og þarf á stigum að halda. Liðið er fjórum stigum frá fallsæti.

Hér má sjá byrjunarliðin í dag.

West Brom: Johnstone, Furlong, O'Shea, Bartley, Townsend, Yokuslu, Pereira, Gallagher, Maitland-Niles, Phillips, Diagne.

Brighton: Sanchez, White, Dunk, Veltman, Burn, Trossard, Bissouma, Gross, Mac Allister, Connolly, Maupay.
Athugasemdir
banner