Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 27. mars 2020 10:24
Elvar Geir Magnússon
Torres orðaður við Liverpool
Liverpool hefur verið að fylgjast með Ferran Torres, tvítugum leikmanni Valencia.

Liverpool er þó meðvitað um að La Liga risarnir Real Madrid og Barcelona hafa áhuga á leikmanninum og það flækir málin.

Torres er fjölhæfur sóknarleikmaður sem getur spilað á báðum vængjum en er líka sterkur í loftinu og getur spilað miðsvæðis.

Hann hefur átt flott tímabil með Vaelncia og sýnt gæði sín í Meistaradeildinni þar sem hann er með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fimm byrjunarliðsleikjum.

Torres leikur fyrir U21 landslið Spánar.

Hann varð tvítugir í lok febrúar og er fastamaður í byrjunarliði Valencia. Hann hefur spilað næstum 90 leiki fyrir félagið síðan hann lék sinn fyrsta leik 17 ára gamall.

Hann er einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í La Liga og ljóst að mörg félög eru áhugasöm.

Valencia vonast til að fá Torres til að skrifa undir nýjan samning sem er með riftunarákvæði upp á 90 milljónir evra.

Núgildandi samningur hans rennur út 2021 og það gæti ýtt Valencia út í að selja hann í sumar. Auk spænsku risana og Liverpool er líklegt að Manchester City og Juventus reyni að fá leikmanninn.

Njósnarar Liverpool hafa horft á hann í mörgum leikjum, bæði með Valencia og spænska U21 landsliðinu.
Athugasemdir