mán 27. mars 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frimpong ekki að hugsa um að spila fyrir annað landslið
Frimpong fagnar marki með Leverkusen.
Frimpong fagnar marki með Leverkusen.
Mynd: EPA
Bakvörðurinn Jeremie Frimpong var ekki valinn í hollenska landsliðshópinn fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2024.

Frimpong er á mála hjá Bayer Leverkusen í Þýskalandi og þykir gríðarlega spennandi bakvörður. Hefur hann til að mynda verið orðaður við Manchester United og fleiri stór félög.

Ronald Koeman, nýráðinn landsliðsþjálfari Hollands, var spurður út í fjarveru Frimpong og sagði þá að leikmaðurinn væri ekki í hópnum þar sem hann væri ekki nægilega góður varnarlega.

Frimpong getur líka spilað fyrir Gana en hann segir að það komi ekki til greina.

„Ég er ekki að hugsa um að spila fyrir annað landslið. Ég hugsa bara um Holland. Ég er að vinna í varnarleiknum og vonandi get ég spilað fyrir hollenska landsliðið einhvern tímann," sagði Frimpong.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner